Þingmenn sammála um nauðsyn aðgerða vegna ópíóða faraldurs Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:14 Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks. Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins segir mikilvægt að auka fjárframlög til fyrirbyggjandi aðgerða vegna ópíóða faraldurs í landinu sem dragi fjölda ungmenna til dauða á hverju ári. Heilbrigðisráðherra segir reglur varðandi ávísun ópíóða lyfja þegar hafa verið hertar. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins hóf sérstakar umræður um ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á Alþngi í dag. „Í sjálfu sér má segja að í dag að það ríki faraldur á Íslandi meðal ungs fólks varðandi neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum,” sagði Þorsteinn. Stjórnvöld og aðrir þyrftu að taka saman höndum til að vinna gegn þessari þróun. Um þrjátíu manns hefðu látist á þessu ári vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja. Spurði Þorsteinn til hvaða ráða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráða hefði og ætlaði að grípa til og um stuðning við lögreglu, SÁÁ og fleiri aðila. „Þess vegna finnst mér mjög nauðsynlegt og æskilegt að við tökum núna höndum saman öll og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að hamla þessari þróun sem hefur verið svo átakanleg á þessu ári,” sagði Þorsteinn. Heilbrigðisráðherra sagðist þegar hafa brugðist við þessum vanda meðal annars með hertari reglum um ávísun ávanabindandi lyfseðilsskyldra lyfja. Starfshópur hafi skilað tillögum í níu liðum sem nú væri unnið eftir hjá ýmsum aðilum. Sérstaklega hafi verið brugðist við neyslu barna og ungmenna. Þá væri unnið að þróun skaðaminnkandi úrræða og neyslurýma. „Þar erum við að tala um að styðja Konukot og nálaskiptaþjónustu frú Ragnheiðar. En að bæta við að koma upp neyslurými í Reykjavík fyrir fíkniefnaneytendur að erlendri fyrirmynd í samvinnu við Reykjavíkurborg og Rauða krossinn. Sú samvinna er komin á lokasprettinn,” sagði Svandís. Þá sé verið að skoða ýmis önnur úrræði eins og að mótefni við ofneyslu ópíóðlyfja verði til taks á fleiri stöðum en í sjúkrabílum og á heilbrigðisstofnunum. Einnig sé horft til að semja um aukin fjárframlög til SÁÁ vegna þessa málaflokks.
Alþingi Tengdar fréttir Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Örvandi vímuefnafíkn alvarlegasti heila- og geðsjúkdómurinn á Íslandi. 25. september 2018 14:40