Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. september 2018 11:54 Keir Starmer, talsmaður Verkamannafloksins í málefnum tengdum Brexit. https://www.keirstarmer.com/parliament/ Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018 Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40