Ævintýrið fékk farsælan endi Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. september 2018 07:30 Tiger og margir í áhorfendaskaranum voru klökkir á 18. flötinni í Atlanta þegar sigurinn var í höfn. NordicPhotos/getty Það var hreint út sagt mögnuð stund á Eastlake-golfvellinum um helgina þegar Tiger Woods labbaði inn á síðustu flötina og ljóst var að hann myndi vinna lokamót tímabilsins á PGA-mótaröðinni. Einn besti kylfingur allra tíma var að vinna mót eftir fimm ára bið, 1.836 daga, og áhorfendur réðu sér varla fyrir kæti. Justin Rose reyndist vinna heildarstigamótið með fugli í ráshópnum á undan Tiger, FedEx-bikarinn og með því rúman 1,1 milljarð íslenskra króna, en það virtist öllum vera sama um það. Stundin var Tigers og sást það best þegar Rose gekk af flötinni og baðst á léttu nótunum afsökunar í myndavélarnar á að hafa komið í veg fyrir að sá sem allir héldu með myndi einnig vinna FedEx-bikarinn. Flestir áttu von á því í ársbyrjun 2017 að fljótlega kæmi í ljós að Tiger væri hættur keppni. Fjórða og alvarlegasta aðgerðin til að takast á við meiðslin á þremur árum var hryggsamruni (e. spinal fusion). Stuttu síðar var hann handtekinn eftir að hafa sofnað undir stýri undir áhrifum fimm missterkra verkjalyfja. Voru ekki miklar væntingar gerðar til hans þegar hann sneri aftur undir lok árs 2017 eftir tæplega tveggja ára fjarveru, það þótti bara frábært að sjá hann mættan aftur út á golfvöll. Það lifði þó enn í gömlum glæðum og ekki leið á löngu áður en hann var farinn að blanda sér í toppbaráttu á mótum. Var hann oft nálægt því að vinna, annað sætið á PGA-meistaramótinu er gott dæmi um það en ævintýrið fékk farsælan endi þegar hann fagnaði sigri um helgina. Eftir áralanga baráttu við meiðsli var hann kominn aftur á toppinn, besti kylfingur allra tíma. Næst á dagskrá er Ryder-bikarinn um helgina í fyrsta sinn í sex ár. Sjálfur var hann hrærður og átti erfitt með tilfinningar sínar þegar hann setti niður lokapútt mótsins. „Þessi sigur þýðir jafn mikið og risatitlarnir sem ég hef unnið á ferlinum, ég hef sagt það áður að ég efaðist um að ég myndi finna þessa tilfinningu aftur,“ sagði Tiger sem átti erfitt með að halda andliti þegar hann fékk hreint út sagt magnaðar og jafnframt verðskuldaðar móttökur á lokaflötinni. „Ég heyrði vel í þeim en reyndi að missa ekki einbeitinguna en það var mögnuð stund. Það var erfitt þegar ég kom á flötina og vissi að sigurinn væri í höfn. Ég hef beðið lengi eftir þessari stund,“ sagði Tiger sem er næstsigursælasti kylfingur allra tíma á eftir Sam Snead sem vann 82 mót á PGA-mótaröðinni. „Um tíma vissi ég ekki hvort ég myndi lifa annan dag án verkja, mann langar ekki að lifa við stöðugan verk. Ég var um tíma hættur í huganum, ég gat hvorki setið, staðið né legið án þess að mig verkjaði. Börnin mín tengdu golf við sársauka því þau sáu mig þjást þegar ég spilaði en nú hafa þau fengið að upplifa það að sjá pabba sinn vinna golfmót.“ Ef bakið heldur skal enginn afskrifa besta kylfing sögunnar er hann eltist við met Sneads og keppir í fremstu röð á nýjan leik. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það var hreint út sagt mögnuð stund á Eastlake-golfvellinum um helgina þegar Tiger Woods labbaði inn á síðustu flötina og ljóst var að hann myndi vinna lokamót tímabilsins á PGA-mótaröðinni. Einn besti kylfingur allra tíma var að vinna mót eftir fimm ára bið, 1.836 daga, og áhorfendur réðu sér varla fyrir kæti. Justin Rose reyndist vinna heildarstigamótið með fugli í ráshópnum á undan Tiger, FedEx-bikarinn og með því rúman 1,1 milljarð íslenskra króna, en það virtist öllum vera sama um það. Stundin var Tigers og sást það best þegar Rose gekk af flötinni og baðst á léttu nótunum afsökunar í myndavélarnar á að hafa komið í veg fyrir að sá sem allir héldu með myndi einnig vinna FedEx-bikarinn. Flestir áttu von á því í ársbyrjun 2017 að fljótlega kæmi í ljós að Tiger væri hættur keppni. Fjórða og alvarlegasta aðgerðin til að takast á við meiðslin á þremur árum var hryggsamruni (e. spinal fusion). Stuttu síðar var hann handtekinn eftir að hafa sofnað undir stýri undir áhrifum fimm missterkra verkjalyfja. Voru ekki miklar væntingar gerðar til hans þegar hann sneri aftur undir lok árs 2017 eftir tæplega tveggja ára fjarveru, það þótti bara frábært að sjá hann mættan aftur út á golfvöll. Það lifði þó enn í gömlum glæðum og ekki leið á löngu áður en hann var farinn að blanda sér í toppbaráttu á mótum. Var hann oft nálægt því að vinna, annað sætið á PGA-meistaramótinu er gott dæmi um það en ævintýrið fékk farsælan endi þegar hann fagnaði sigri um helgina. Eftir áralanga baráttu við meiðsli var hann kominn aftur á toppinn, besti kylfingur allra tíma. Næst á dagskrá er Ryder-bikarinn um helgina í fyrsta sinn í sex ár. Sjálfur var hann hrærður og átti erfitt með tilfinningar sínar þegar hann setti niður lokapútt mótsins. „Þessi sigur þýðir jafn mikið og risatitlarnir sem ég hef unnið á ferlinum, ég hef sagt það áður að ég efaðist um að ég myndi finna þessa tilfinningu aftur,“ sagði Tiger sem átti erfitt með að halda andliti þegar hann fékk hreint út sagt magnaðar og jafnframt verðskuldaðar móttökur á lokaflötinni. „Ég heyrði vel í þeim en reyndi að missa ekki einbeitinguna en það var mögnuð stund. Það var erfitt þegar ég kom á flötina og vissi að sigurinn væri í höfn. Ég hef beðið lengi eftir þessari stund,“ sagði Tiger sem er næstsigursælasti kylfingur allra tíma á eftir Sam Snead sem vann 82 mót á PGA-mótaröðinni. „Um tíma vissi ég ekki hvort ég myndi lifa annan dag án verkja, mann langar ekki að lifa við stöðugan verk. Ég var um tíma hættur í huganum, ég gat hvorki setið, staðið né legið án þess að mig verkjaði. Börnin mín tengdu golf við sársauka því þau sáu mig þjást þegar ég spilaði en nú hafa þau fengið að upplifa það að sjá pabba sinn vinna golfmót.“ Ef bakið heldur skal enginn afskrifa besta kylfing sögunnar er hann eltist við met Sneads og keppir í fremstu röð á nýjan leik.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira