Zúistar krefja ríkið um dráttarvexti á tugum milljóna Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2018 11:15 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður félagsins. Vísir Trúfélag Zúista hefur krafið ríkissjóð Íslands um dráttarvexti á 53 milljónum króna sem ríkið hélt eftir af sóknargjöldum frá því í janúar 2016 til september 2017. Félagið stefndi ríkissjóði fyrr í ár og krafði þá ríkið og skaðabætur og dráttarvexti. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði báðum kröfum frá dómi. Þeim úrskurði var áfrýjað til Landsréttar sem vísaði skaðabótakröfunni frá en úrskurðaði að krafan um dráttarvexti skyldi aftur fara fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fyrirtaka í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en lögmaður Zúista komst ekki. Ástæðan fyrir því að íslenska ríkið hélt eftir sóknargjöldunum var sú að deilur voru um hver væri í forsvari fyrir þetta félag. Zúista-félagið var við það að lognast út af árið 2014 en árið 2015 tók hópur yfir félagið og fékk fjölda nýrra meðlima til liðs við sig gegn loforðum um að endurgreiða þeim sóknargjöldin sem ríkið greiðir út árlega. Um það bil þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið en í janúar 2017 var forstöðumaður hópsins, Ísak Andri Ólafsson, settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins að kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar. Krafðist Ágúst jafnframt að ráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins. Þeirri ákvörðun var vísað til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem varð við kröfu Ágústs. Í kjölfarið ákvað fjársýsla ríkisins að greiða Zúistum út sóknargjöldin sem námu 53 milljónum króna á þessu tímabili. Krafa Zúista byggir á því að fá dráttarvexti greidda af því tímabili sem ríkið hélt eftir sóknargjöldunum á meðan deilan stóð um yfirráð félagsins. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59 Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. 4. nóvember 2017 07:00 Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistum fækkar um 37 prósent Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum. 4. júní 2018 06:00 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Trúfélag Zúista hefur krafið ríkissjóð Íslands um dráttarvexti á 53 milljónum króna sem ríkið hélt eftir af sóknargjöldum frá því í janúar 2016 til september 2017. Félagið stefndi ríkissjóði fyrr í ár og krafði þá ríkið og skaðabætur og dráttarvexti. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði báðum kröfum frá dómi. Þeim úrskurði var áfrýjað til Landsréttar sem vísaði skaðabótakröfunni frá en úrskurðaði að krafan um dráttarvexti skyldi aftur fara fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fyrirtaka í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en lögmaður Zúista komst ekki. Ástæðan fyrir því að íslenska ríkið hélt eftir sóknargjöldunum var sú að deilur voru um hver væri í forsvari fyrir þetta félag. Zúista-félagið var við það að lognast út af árið 2014 en árið 2015 tók hópur yfir félagið og fékk fjölda nýrra meðlima til liðs við sig gegn loforðum um að endurgreiða þeim sóknargjöldin sem ríkið greiðir út árlega. Um það bil þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið en í janúar 2017 var forstöðumaður hópsins, Ísak Andri Ólafsson, settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins að kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar. Krafðist Ágúst jafnframt að ráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins. Þeirri ákvörðun var vísað til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem varð við kröfu Ágústs. Í kjölfarið ákvað fjársýsla ríkisins að greiða Zúistum út sóknargjöldin sem námu 53 milljónum króna á þessu tímabili. Krafa Zúista byggir á því að fá dráttarvexti greidda af því tímabili sem ríkið hélt eftir sóknargjöldunum á meðan deilan stóð um yfirráð félagsins.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59 Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. 4. nóvember 2017 07:00 Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistum fækkar um 37 prósent Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum. 4. júní 2018 06:00 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Hvetja alla til að skrá sig úr Zúistum Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. 3. nóvember 2017 09:59
Zúistum fækkar í stríðinu um sálirnar og gjöldin Andstæðir pólar zúista ýmist hvetja fólk til að skrá sig í trúfélagið eða úr því. Forstöðumaðurinn boðar endurgreiðslur sóknargjalda. 4. nóvember 2017 07:00
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Zúistum fækkar um 37 prósent Meðlimum trúfélags zúista á Ísland fækkaði um 37 prósent á tveimur árum. 4. júní 2018 06:00
Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent