Bieber sagður hafa neitað að gera kaupmála við Baldwin því skilnaður komi ekki til greina Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. september 2018 21:29 Hailey Baldwin og Justin Bieber. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina. Hollywood Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina.
Hollywood Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira