Bieber sagður hafa neitað að gera kaupmála við Baldwin því skilnaður komi ekki til greina Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. september 2018 21:29 Hailey Baldwin og Justin Bieber. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina. Hollywood Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir við að færa lesendum sínum fregnir af sambandi tónlistarmannsins Justin Bieber og fyrirsætunnar Hailey Baldwin.Í síðustu viku hélt bandaríska fréttasíðan TMZ því fram að parið hefði farið í dómshús í New York í Bandaríkjunum til að verða sér úti um hjúskaparvottorð. Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin. Bróðir hans, leikarinn Alec Baldwin, tjáði fjölmiðlum á Emmy-verðlaunahátíðinni á mánudag að parið hefði rokið af stað og gengið í hjónaband „án þess að hlusta á neinn.“Bieber og Baldwin eru sögð afar ástfangin.Vísir/GettyÁ vef tímaritsins People var fullyrt að þau hefðu gengið í hjónaband en Hailey birti tíst þar sem hún sagðist vera meðvituð um orðróm þess efnis en sagði þau ekki hafa látið pússa sig saman, að svo stöddu. Hún eyddi síðar meir tístinu. Hvað sem er satt í þessu þá heldur US Weekly því fram að þau hafi fengið hjúskaparvottorð en ástæðan fyrir því að þau segjast ekki vera gengin í hjónaband er sögð sú að enn eigi eftir að staðfesta það fyrir framan guð við trúarlega athöfn.Baldwin og Bieber á góðri stundu.Vísir/GettyÞá er því einnig haldið fram að á vef US Magazine að parið hefði ekki gengið frá kaupmála áður en þau fengu hjúskaparvottorðið. Auðæfi Biebers eru metin á 265 milljónir dollara, eða því sem nemur um 29 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Er hann jafnframt sagður hafa þénað 85 milljónir dollara á árinu 2017, sem eru um 9 milljarðar íslenskra króna. Eru auðæfi Baldwins metin á tvær milljónir dollara, eða því sem nemur um 219 milljónir króna, og því hvorugt þeirra á flæðiskeri statt.Bandaríska slúðurblaðið In Touch Weekly hefur eftir heimildarmanni sínum að Bieber hafi ekki kært sig um kaupmála. Bieber hafi þá trú að hjónaband eigi að vara að eilífu og skilnaður komi ekki til greina.
Hollywood Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira