BBC greinir frá því að búið sé að bjarga um hundrað manns en að mögulegt sé að rúmlega fjögur hundruð farþegar hafi verið um borð.
Staðfest er að 44 hafi farist í slysinu en björgunaraðgerðum hefur nú verið frestað fram á morgun.
Ferjan Nyerere hvolfdi nærri landi, milli eyjanna Ukora og Bugolora.
Ferjuslys eru ekki óvanaleg á Viktoríuvatni sem er stærsta stöðuvatn Afríku. Mannskæðasta slysið á vatninu var þegar 800 fórust í ferjuslysi árið 1996.