Þorsteinn og sex aðrir vilja afnema einokun á sölu áfengis Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2018 19:14 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu á áfengi. Þá verða áfengisauglýsingar heimilaðar með takmörkunum verði frumvarpið að lögum og auknu fjármagni varið í forvarnir og fræðslu til eflingar lýðheilsu. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fjórum sinnum fram áður en aldrei komið til atkvæðagreiðslu Alþingis. Með frumvarpinu er ætlunin að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, að smásala með áfengi verði gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sérstök áhersla verði lögð á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Ekki leyft í matvöruverslunum nema úti á landi Verði frumvarpið að lögum verður einkaaðilum heimila sala áfengis að uppfylltum ströngum skilyrðum. Frumvarpið gerir almennt ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Í frumvarpinu er þó kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Í þeim tilfellum skal áfengi vera í afmörkuðu rými eða í sérrými innan almennra verslana, þó þannig að áfengið verði ekki sýnilegt viðskiptavinum almennu verslunarinnar. Er þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirkomulag sérverslana gæti reynst óhagkvæmt á landsbyggðinni.ÁTVR enn í rekstri Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að ÁTVR verði gert að hætta smásölu á áfengi. Afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis kallar engu síður á að starfsemi ÁTVR verði, í kjölfar lögfestingar frumvarpsins, tekin til endurskoðunar til að tryggja að nauðsynlegar breytingar á rekstri, reikningsskilum og upplýsingagjöf verði í samræmi við samkeppnisreglur, enda mikilvægt að einkaaðilar standi ekki höllum fæti í samkeppni við ríkið í smásölu áfengis. Í greinargerð frumvarpsins er fullyrt að áfengismenning og áfengisneysla hafi gjörbreyst frá þeim tíma sem ÁTVR var komið á fót árið 1961 og að samfélagið sé orðið opnara og fjölbreyttara. Er vín sagt vera órjúfanlegur hluti gróskumikillar matarmenningar og innlend framleiðsla áfengis að festa sig í sess og orðin iðnaður sem sé nátengdur landkynningu og þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Aðgengi að áfengi er sagt hafa stóraukist á undanförnum árum og áratugum og útsölustöðum ríkisins með áfengi fjölgað.Vínveitingaleyfum stórfjölgað Hefur opnunartími áfengisverslana ríkisins verið rýmkaður, úrvalið aukist og netverslun verið komið á fót. Vínveitingaleyfum um land allt hefur samhliða stórfjölgað á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi fyrirkomulag á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verið í grundvallaratriðum óbreytt í nær 95 ár, eða síðan sterkt áfengi var aftur gert að löglegri neysluvöru árið 1922.Einokun hamli eðlilegri samkeppni Er það mat þingmannanna sem standa að þessu frumvarpið að einokunarfyrirkomulag ríkisins með löglega neysluvöru hamli eðlilegri og heilbrigðri samkeppni og skerði atvinnufrelsi fólks. Löngu sé tímabært að breyting verði á því fyrirkomulagi sem um ræðir og er tilgangur frumvarpsins sagður að lögfesta nauðsynlegar breytingar í þá veru. Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur frumvarpið fram en þeir sem standa með honum að frumvarpinu eru flokkssystkini hans Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Jón Þór Ólafsson Pírati og þingmenn Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru einnig flutningsmenn frumvarpsins. Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson og sex aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu á áfengi. Þá verða áfengisauglýsingar heimilaðar með takmörkunum verði frumvarpið að lögum og auknu fjármagni varið í forvarnir og fræðslu til eflingar lýðheilsu. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fjórum sinnum fram áður en aldrei komið til atkvæðagreiðslu Alþingis. Með frumvarpinu er ætlunin að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis, að smásala með áfengi verði gefin frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og sérstök áhersla verði lögð á eflingu lýðheilsusjóðs með auknum framlögum ásamt því að heimilt verði að auglýsa áfengi með takmörkunum. Ekki leyft í matvöruverslunum nema úti á landi Verði frumvarpið að lögum verður einkaaðilum heimila sala áfengis að uppfylltum ströngum skilyrðum. Frumvarpið gerir almennt ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Í frumvarpinu er þó kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá meginreglunni um sérverslanir, enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Í þeim tilfellum skal áfengi vera í afmörkuðu rými eða í sérrými innan almennra verslana, þó þannig að áfengið verði ekki sýnilegt viðskiptavinum almennu verslunarinnar. Er þetta gert til þess að koma til móts við þau sjónarmið að fyrirkomulag sérverslana gæti reynst óhagkvæmt á landsbyggðinni.ÁTVR enn í rekstri Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að ÁTVR verði gert að hætta smásölu á áfengi. Afnám einkaleyfis ríkisins á smásölu áfengis kallar engu síður á að starfsemi ÁTVR verði, í kjölfar lögfestingar frumvarpsins, tekin til endurskoðunar til að tryggja að nauðsynlegar breytingar á rekstri, reikningsskilum og upplýsingagjöf verði í samræmi við samkeppnisreglur, enda mikilvægt að einkaaðilar standi ekki höllum fæti í samkeppni við ríkið í smásölu áfengis. Í greinargerð frumvarpsins er fullyrt að áfengismenning og áfengisneysla hafi gjörbreyst frá þeim tíma sem ÁTVR var komið á fót árið 1961 og að samfélagið sé orðið opnara og fjölbreyttara. Er vín sagt vera órjúfanlegur hluti gróskumikillar matarmenningar og innlend framleiðsla áfengis að festa sig í sess og orðin iðnaður sem sé nátengdur landkynningu og þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna. Aðgengi að áfengi er sagt hafa stóraukist á undanförnum árum og áratugum og útsölustöðum ríkisins með áfengi fjölgað.Vínveitingaleyfum stórfjölgað Hefur opnunartími áfengisverslana ríkisins verið rýmkaður, úrvalið aukist og netverslun verið komið á fót. Vínveitingaleyfum um land allt hefur samhliða stórfjölgað á síðastliðnum 20 árum. Á sama tíma hafi fyrirkomulag á einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis verið í grundvallaratriðum óbreytt í nær 95 ár, eða síðan sterkt áfengi var aftur gert að löglegri neysluvöru árið 1922.Einokun hamli eðlilegri samkeppni Er það mat þingmannanna sem standa að þessu frumvarpið að einokunarfyrirkomulag ríkisins með löglega neysluvöru hamli eðlilegri og heilbrigðri samkeppni og skerði atvinnufrelsi fólks. Löngu sé tímabært að breyting verði á því fyrirkomulagi sem um ræðir og er tilgangur frumvarpsins sagður að lögfesta nauðsynlegar breytingar í þá veru. Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema einkaleyfi ríkisins á smásölu áfengis og að einkaaðilum verði heimiluð slík sala að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að almennt verði heimilt að selja áfengi í smásölu í sérverslunum með mat- og drykkjarvörur en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, leggur frumvarpið fram en þeir sem standa með honum að frumvarpinu eru flokkssystkini hans Jón Steindór Valdimarsson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Jón Þór Ólafsson Pírati og þingmenn Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru einnig flutningsmenn frumvarpsins.
Alþingi Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15