Utanríkisráðuneytið heimilaði lendingu herflugvéla í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2018 18:30 Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila. Utanríkismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gaf út leyfi fyrir lendingu tveggja bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í gær sem fluttu utanríkisráðherra og þingmenn í boðsferð um borð í bandarískt flugmóðurskip. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á starfsemi flotans. Það er ekki á hverjum degi sem utanríkisráðherra og þingmenn fljúga með tveimur herflugvélum frá Reykjavíkurflugvelli og lenda skömmu síðar á flugmóðurskipi eins og gerðist í gær. Engu að síður létu hvorki utanríkisráðuneytið né bandaríska sendiráðið sem bauð til ferðarinnar íslenska fjölmiðla vita af ferðinni. Með ráðherra og þingmönnum í för voru einnig sendiherrar NATO ríkja á Íslandi ásamt embættismönnum úr utanríkisráðuneytinu. Oscar Avila, talsmaður bandaríska sendiráðsins, segir tilganginn að auka skilning fulltrúa bandalagsþjóða á störfum flotans. „Fá þannig tækifæri til að tala beint við yfirmenn og áhöfn og spyrja ólíkra spurninga eða koma með athugasemdir. Og vonandi fara með upplýsingar heim í farteskinu sem nýtast í störfum þeirra með betri skilning á hvernig við vinnum saman innan NATO,“ segir Avila. Sendiráðið hafi haft samstarf við utanríkisráðuneytið varðandi flugið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þekkir vel til samkomulags milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að herflugvélar fari ekki um Reykjavíkurflugvöll með ákveðnum undantekningum.Oscar Avila.„Það liggur alveg fyrir samkvæmt lögum að forræði hvað varðar ríkisloftför, heimild þeirra til lendinga þar með talið herflugvéla, er hjá utanríkisráðuneytinu en ekki hjá sveitarfélögunum,“ segir utanríkisráðherra. Hins vegar leggi ráðuneytið áherslu á að eiga og hafi átt gott samstarf við sveitarfélögin og þar með Reykjavík. „Bandaríkjamenn þurfa ekki heimild út af tvíhliða varnarsamningi. En engu að síður ákváðum við að gefa út diplomatísk leyfi til lendinga og tilkynntum það þar til bærum aðilum eins og Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, tollayfirvöldum og ÍSAVÍA,“ segir Guðlaugur Þór. Ferðin hafi verið upplýsandi varðandi starfsemi NATO. Ekki hvað síst vegna varnarsamningsins við Bandaríkin og aldrei hafi staðið til að leynd hvíld yfir ferðinni. Eftir á að hyggja hefði mátt greina frá henni áður en hún var farinn.Áhersla á gott samstarf við fjölmiðla Oscar Avila segir bandaríska flotann einnig leggja áherslu á gott samstarf við fjölmiðla. Vilji hafi verið til að hafa fulltrúa þeirra með í för en ekki hafi reynst nægjanlegt pláss í flugvélunum fyrir fleiri farþega. „Ég tel að þetta hafi verið einstakt tækifæri til að fara út á alþjóðlegt hafsvæði og fylgjast með skipinu í aðgerðum. Og viðbrögðin sem við fengum frá þeim sem tóku þátt í heimsókninni voru mjög jákvæð og ég held að þeim hafi þótt hún mikilvæg,“ segir Avila.
Utanríkismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira