Vaxandi kannabisneysla á Suðurlandi: Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af ástandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2018 19:45 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur. Lögreglumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur.
Lögreglumál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira