Nýtt fyrirkomulag á vali laga í Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 11:30 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga. Eurovision Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Frá og með deginum í dag er hægt að senda inn lög í Söngvakeppnina 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Keppnin verður haldin í febrúar og mars á næsta ári. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Tel Aviv í Ísrael, 14.-18. maí 2019. Um tvö hundruð milljónir manna fylgdust með Eurovision í fyrra. Úrslit Söngvakeppninnar 2019 verða í Laugardalshöll, líkt og undanfarin ár. Síðustu ár hafa 12 lög verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni úr innsendum lögum. Sérstök dómnefnd, skipuð fulltrúum frá FTT, FÍH og RÚV, hefur farið yfir lögin og mælt með lögum í keppnina.Leitað til höfunda Tíu lög verða í Söngvakeppninni 2019 og hefur fyrirkomulaginu við valið á þeim verið breytt. Reyndir og vinsælir lagahöfundar verða ráðnir til að semja hluta laganna en auk þess verður valið úr innsendum lögum líkt síðustu ár. Þar til viðbótar verður staðið fyrir sérstakri söngsmiðju fyrir upptökustjóra, höfunda og flytjendur sem Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) hefur veg og vanda af í samstarfi við RÚV. Til greina kemur að nýta afrakstur þeirrar vinnu við val á lögum í keppnina.Lee Proudlistrænn stjórnandi Í tilkynningunni segir að RÚV hafi ráðið breska danshöfundinn Lee Proud sem listrænan stjórnanda og danshöfund keppninnar. Hann er danshöfundur í þekktum söngleikjum um allan heim og hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjunum hér á landi eins og Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma mía. Samúel J. Samúelsson verðurtónlistarstjóri líkt og í fyrra. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir aðstoðardagskrárstjóri RÚV, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar, segist binda vonir við að með nýju fyrirkomulagi verði lögin í keppninni fjölbreyttari og sterkari. „Keppnin stækkar frá ári til árs og við höfum verið gríðarlega ánægð með þróun hennar. Í ár ákváðum við að breyta fyrirkomulaginu og við teljum að það skili fjölbreyttari, skemmtilegri og enn betri lögum,” segir Ragnhildur Steinunn í tilkynningunni. Hún bætir við að það sé mikill fengur í Lee Proud.Úrslitin í Laugardalshöll Undankeppnir verða í Háskólabíói 9. og 16. febrúar og úrslitakeppnin verður svo haldin með pomp og prakt í Laugardalshöll 2. mars. Síðustu ár hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision komið fram í Höllinni, m.a. Robin Bengtsson, Emily deForest, Alexander Rybak, Loreen og Måns Zelmerlöw. Til stendur að halda áfram á þessari braut og bjóða enn einni stjörnunni á úrslitakvöldið í mars. Lagahöfundar geta sent lög í Söngvakeppnina 2019 á vefinn, songvakeppnin.is. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 22. október. Í byrjun janúar verður tilkynnt hvaða lög taka þátt. Ný innsendingargátt hefur verið tekin í notkun og þarf rafræn skilríki til að komast inn á hana. Er þetta gert til að gæta fyllsta öryggis í meðferð persónuupplýsinga.
Eurovision Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög