Sérfræðingur BBC eys lofi yfir Gylfa: „Einstakur leikmaður sem hægt er að byggja lið í kringum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið um síðustu helgi. vísir/getty Pat Nevin, fyrrverandi leikmaður Everton og einn helsti leikgreinandi BBC þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni, er gríðarlegur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar og vonast til að hann haldi áfram að fá það besta út úr samherjum sínum.Í viðtali á heimasíðu Everton sem fjallar alfarið um Gylfa segir Nevin íslenska landsliðsmanninn hafa skemmtilega blöndu af einstökum hæfileikum auk þess sem að hann hættir aldrei að vinna fyrir liðið og hefur ofan á allt saman mikla fótboltagreind. Gylfi hefur farið vel af stað með Everton-liðinu á nýju tímabili. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark um helgina í 3-1 tapi gegn West Ham og er á meðal efstu manna ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að sköpuðum færum.Gylfi Þór vinnur mikið fyrir liðið.vísir/gettySér það sem aðrir sjá ekki „Mér finnst Gylfi ótrúlega einstakur leikmaður sem hægt er að byggja lið í kringum,“ segir Nevin. „Sýn hans á vellinum er mögnuð. Þegar útsjónarsamir leikmenn eins og ég var horfa á leiki þá sjá þeir sendingarnar sem menn þurfa að senda.“ „Maður sér stundum leikmenn sem sjá einhverja af þessum sendingamöguleikum en síðan eru leikmenn eins og Gylfi. Ef það er möguleiki á sendingu þá gefur Gylfi boltann. Sendingar hans eru aldrei of stuttar, þær eru alltaf fullkomnar. Hann hefur mikla náðargáfu fyrir árvekni á vellinum.“ Everton hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í undanförnum gluggum og fengin til sín öfluga sóknarmenn eins og Richarlison, Theo Walcott, Bernard og Cenk Tosun. Það ætti bara að gera Gylfa betri að vera með svona menn í kringum sig að mati Nevin.Gylfi Þór sér alla, alltaf.vísir/gettyRétt hlaup skila mörkum „Þetta er draumastaða fyrir Gylfa. Það er bara frábært fyrir hann að vera með menn eins og Richarlison, Walcott og Bernard með sér. Ef hann er með svona hraða með sér geta gæði Gylfa skinið í gegn,“ segir Nevin. „Það sem Gylfi þarf á að halda eru sóknarmenn sem taka skynsamleg og klár hlaup því Gylfi mun finna menn. Ég er líka á því að Cenk Tosun mun fara að skora ef hann heldur áfram að taka sín hlaup,“ segir Nevin sem er vitaskuld hrifinn af spyrnugetu Gylfa. „Spyrnur hans í föstum leikatriðum eru engu líkar. AUkaspyrnurnar þekkja allir og svo getur hann komið í seinni bylgjunni inn á teiginn og skorað mörk. Gylfi er bara einstakur leikmaður,“ segir Pat Nevin. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 16:45 Gylfi tók toppsætið af Eiði Smára Gylfi Þór Sigurðsson er nú kominn upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen í sköpuðum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17. september 2018 10:30 Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva Forráðamenn Watford vilja engar bætur heldur að Everton verði refsað. 14. september 2018 09:22 Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá Everton. 14. september 2018 09:00 Sjáðu þrumuskalla Gylfa og hin mörk gærdagsins í enska boltanum Báðir okkar menn í ensku úrvalsdeildinni voru á ferðinni í gær en urðu að sætta sig við tap með sínum liðum. 17. september 2018 08:30 Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Pat Nevin, fyrrverandi leikmaður Everton og einn helsti leikgreinandi BBC þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni, er gríðarlegur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar og vonast til að hann haldi áfram að fá það besta út úr samherjum sínum.Í viðtali á heimasíðu Everton sem fjallar alfarið um Gylfa segir Nevin íslenska landsliðsmanninn hafa skemmtilega blöndu af einstökum hæfileikum auk þess sem að hann hættir aldrei að vinna fyrir liðið og hefur ofan á allt saman mikla fótboltagreind. Gylfi hefur farið vel af stað með Everton-liðinu á nýju tímabili. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark um helgina í 3-1 tapi gegn West Ham og er á meðal efstu manna ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að sköpuðum færum.Gylfi Þór vinnur mikið fyrir liðið.vísir/gettySér það sem aðrir sjá ekki „Mér finnst Gylfi ótrúlega einstakur leikmaður sem hægt er að byggja lið í kringum,“ segir Nevin. „Sýn hans á vellinum er mögnuð. Þegar útsjónarsamir leikmenn eins og ég var horfa á leiki þá sjá þeir sendingarnar sem menn þurfa að senda.“ „Maður sér stundum leikmenn sem sjá einhverja af þessum sendingamöguleikum en síðan eru leikmenn eins og Gylfi. Ef það er möguleiki á sendingu þá gefur Gylfi boltann. Sendingar hans eru aldrei of stuttar, þær eru alltaf fullkomnar. Hann hefur mikla náðargáfu fyrir árvekni á vellinum.“ Everton hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í undanförnum gluggum og fengin til sín öfluga sóknarmenn eins og Richarlison, Theo Walcott, Bernard og Cenk Tosun. Það ætti bara að gera Gylfa betri að vera með svona menn í kringum sig að mati Nevin.Gylfi Þór sér alla, alltaf.vísir/gettyRétt hlaup skila mörkum „Þetta er draumastaða fyrir Gylfa. Það er bara frábært fyrir hann að vera með menn eins og Richarlison, Walcott og Bernard með sér. Ef hann er með svona hraða með sér geta gæði Gylfa skinið í gegn,“ segir Nevin. „Það sem Gylfi þarf á að halda eru sóknarmenn sem taka skynsamleg og klár hlaup því Gylfi mun finna menn. Ég er líka á því að Cenk Tosun mun fara að skora ef hann heldur áfram að taka sín hlaup,“ segir Nevin sem er vitaskuld hrifinn af spyrnugetu Gylfa. „Spyrnur hans í föstum leikatriðum eru engu líkar. AUkaspyrnurnar þekkja allir og svo getur hann komið í seinni bylgjunni inn á teiginn og skorað mörk. Gylfi er bara einstakur leikmaður,“ segir Pat Nevin.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 16:45 Gylfi tók toppsætið af Eiði Smára Gylfi Þór Sigurðsson er nú kominn upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen í sköpuðum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17. september 2018 10:30 Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva Forráðamenn Watford vilja engar bætur heldur að Everton verði refsað. 14. september 2018 09:22 Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá Everton. 14. september 2018 09:00 Sjáðu þrumuskalla Gylfa og hin mörk gærdagsins í enska boltanum Báðir okkar menn í ensku úrvalsdeildinni voru á ferðinni í gær en urðu að sætta sig við tap með sínum liðum. 17. september 2018 08:30 Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli. 17. september 2018 06:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Gylfi með fyrirliðabandið og skoraði í fyrsta tapi Everton West Ham United er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 sigur á Everton á Goodison Park í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 16:45
Gylfi tók toppsætið af Eiði Smára Gylfi Þór Sigurðsson er nú kominn upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen í sköpuðum mörkum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 17. september 2018 10:30
Gylfi og félagar gætu misst stig vegna ólöglegra aðferða við ráðningu Silva Forráðamenn Watford vilja engar bætur heldur að Everton verði refsað. 14. september 2018 09:22
Gylfi á lista með Silva og Salah yfir þá sem að skapa flest færi í deildinni Gylfi Þór Sigurðsson er í stóru hlutverki hjá Everton. 14. september 2018 09:00
Sjáðu þrumuskalla Gylfa og hin mörk gærdagsins í enska boltanum Báðir okkar menn í ensku úrvalsdeildinni voru á ferðinni í gær en urðu að sætta sig við tap með sínum liðum. 17. september 2018 08:30
Silva: Þeir fengu þrjú færi og skoruðu þrjú mörk Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki klárað þau færi sem liðið fengi og hafi verið refsað fyrir það í 3-1 tapi gegn West Ham á heimavelli. 17. september 2018 06:00