Brynjar var ekki sérlega hrifinn af jómfrúarræðu Sigríðar Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2018 12:20 Brynjar Níelsson og Sigríður María Egilsdóttir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sammála jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, sem kallaði eftir því í liðinni viku að stjórnmálamenn myndu sýna meiri auðmýkt og iðrun þegar þeir misstíga sig í starfi.Ræða Sigríðar vakti miklar athygli en þar las hún yfir þingheimi. Hún kvað sér hljóðs í umræðu um störf þingsins og nefndi í því samhengi nokkur mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Sigríður var gestur í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag ásamt Brynjari Níelssyni, Aðalheiði Ámundadóttur blaðamanni Fréttablaðsins og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar.Taldi dæmi Sigríðar vond Brynjar sagði að hann hélt að ungur þingmaður á borð við Sigríði myndi ræða um einhverja pólitík en ekki form. „Við getum alltaf velt fyrir okkur ábyrgðinni og hvað við eigum að ganga langt í því. Og stundum finnst mér við ganga alltof langt í því en ég er ekkert að segja að menni eigi ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Brynjar. Hann sagði að þessi dæmi sem Sigríður nefndi væru vond. „Eiga þingmenn að vera að biðjast afsökunar út af einhverju klúðri með einhvern fund á Þingvöllum? Svo þegar ráðherrar eru dæmdir út og suður í hverjum mánuði út af stjórnsýslureglum eða eitthvað, þá eiga menn að fara að segja af sér? Ef við förum þessa leið þá lendum við í miklu meira rugli en við erum í dag, það er ég sannfærður um,“ sagði Brynjar. Hann sagði í góðu lagi að menn beri meiri ábyrgð og það hefði gerst í íslenskri pólitík. Brynjar sagði það skipta máli hjá sér hvort menn fari gegn lögum eða hvort menn eigi að biðjast afsökunar á eða segja af sér út af aksturspeningum sem voru greiddir samkvæmt reglum þingsins. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Brynjar.Aksturgreiðslur lækkuðu eftir að þær urðu opinberar Jón Trausti skaut þarna inn í að greiðslur vegna aksturs þingmanna hefðu snarlækkað eftir að þær voru gerðar opinberar og það muni um minna fyrir þegar kemur að ríkisrekstri. Jón taldi stjórnmálamenn horfa of mikið á sjálfa sig og að þeir væru markvisst að færa viðmið samfélagsins í þá átt sem hann telur að sé ekki almenningi til heilla. Sagði Jón Trausti að þessum viðmiðum væri viðhaldið með því að viðurkenna sök en ekki afneita henni. Sigríður svaraði Brynjari á þá leið að hún telji ekki vita vonlaust að biðja fólk að sæta ábyrgð eða biðjast afsökunar á gjörðum sínum þegar það misstígur sig í starfi. „Ég held að stjórnmálafólk á Íslandi vanmeti hvað fólk er tilbúið til að fyrirgefa, en það er grundvallar forsenda fyrir því að fyrirgefa að fyrirgefningar sé beðist til að byrja með, ég held að það sé mikill skortur á því og þeirri auðmýkt sem fylgir því hjá íslenskum stjórnmálamönnum,“ sagði Sigríður.Taldi samfélagsmiðla eiga stóran þátt í skort á trausti Talið barst að trausti á stjórnmálum og var Brynjar á því að gegnsæi geti skipt máli þegar kemur að því. Hann benti hins vegar á að traust til stjórnmála sé á niðurleið hjá almenningi og rakti það til samfélagsmiðla þar sem allt er tortryggt og menn leyfi sér að dylgja um hluti. Hann sagði það hins vegar matskennt hvenær menn hafa misstigið sig og að pólitískir andstæðingar fari fram á afsökunarbeiðni frá ráðamönnum einfaldlega af því þeir séu ekki sammála þeim. Sigríður María spurði Brynjar hvort hann væri þeirrar skoðunar að ef dómsmálaráðherra er ekki sammála gagnrýni dómstóla á embættisfærslur ráðherrans þá eigi hann ekki að taka mark á því? „Það er niðurstaða dóms og menn eiga að una því. En það þýðir ekki að menn eigi alltaf að vera að segja af sér. Þá væri enginn ráðherra til lengi.“ Sigríður spurði hann hvar mörkin liggja þá? Brynjar svaraði að ráðherra meti það sjálfur. Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sammála jómfrúarræðu Sigríðar Maríu Egilsdóttur, varaþingmanns Viðreisnar, sem kallaði eftir því í liðinni viku að stjórnmálamenn myndu sýna meiri auðmýkt og iðrun þegar þeir misstíga sig í starfi.Ræða Sigríðar vakti miklar athygli en þar las hún yfir þingheimi. Hún kvað sér hljóðs í umræðu um störf þingsins og nefndi í því samhengi nokkur mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. Sigríður var gestur í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag ásamt Brynjari Níelssyni, Aðalheiði Ámundadóttur blaðamanni Fréttablaðsins og Jóni Trausta Reynissyni ritstjóra Stundarinnar.Taldi dæmi Sigríðar vond Brynjar sagði að hann hélt að ungur þingmaður á borð við Sigríði myndi ræða um einhverja pólitík en ekki form. „Við getum alltaf velt fyrir okkur ábyrgðinni og hvað við eigum að ganga langt í því. Og stundum finnst mér við ganga alltof langt í því en ég er ekkert að segja að menni eigi ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum,“ sagði Brynjar. Hann sagði að þessi dæmi sem Sigríður nefndi væru vond. „Eiga þingmenn að vera að biðjast afsökunar út af einhverju klúðri með einhvern fund á Þingvöllum? Svo þegar ráðherrar eru dæmdir út og suður í hverjum mánuði út af stjórnsýslureglum eða eitthvað, þá eiga menn að fara að segja af sér? Ef við förum þessa leið þá lendum við í miklu meira rugli en við erum í dag, það er ég sannfærður um,“ sagði Brynjar. Hann sagði í góðu lagi að menn beri meiri ábyrgð og það hefði gerst í íslenskri pólitík. Brynjar sagði það skipta máli hjá sér hvort menn fari gegn lögum eða hvort menn eigi að biðjast afsökunar á eða segja af sér út af aksturspeningum sem voru greiddir samkvæmt reglum þingsins. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Brynjar.Aksturgreiðslur lækkuðu eftir að þær urðu opinberar Jón Trausti skaut þarna inn í að greiðslur vegna aksturs þingmanna hefðu snarlækkað eftir að þær voru gerðar opinberar og það muni um minna fyrir þegar kemur að ríkisrekstri. Jón taldi stjórnmálamenn horfa of mikið á sjálfa sig og að þeir væru markvisst að færa viðmið samfélagsins í þá átt sem hann telur að sé ekki almenningi til heilla. Sagði Jón Trausti að þessum viðmiðum væri viðhaldið með því að viðurkenna sök en ekki afneita henni. Sigríður svaraði Brynjari á þá leið að hún telji ekki vita vonlaust að biðja fólk að sæta ábyrgð eða biðjast afsökunar á gjörðum sínum þegar það misstígur sig í starfi. „Ég held að stjórnmálafólk á Íslandi vanmeti hvað fólk er tilbúið til að fyrirgefa, en það er grundvallar forsenda fyrir því að fyrirgefa að fyrirgefningar sé beðist til að byrja með, ég held að það sé mikill skortur á því og þeirri auðmýkt sem fylgir því hjá íslenskum stjórnmálamönnum,“ sagði Sigríður.Taldi samfélagsmiðla eiga stóran þátt í skort á trausti Talið barst að trausti á stjórnmálum og var Brynjar á því að gegnsæi geti skipt máli þegar kemur að því. Hann benti hins vegar á að traust til stjórnmála sé á niðurleið hjá almenningi og rakti það til samfélagsmiðla þar sem allt er tortryggt og menn leyfi sér að dylgja um hluti. Hann sagði það hins vegar matskennt hvenær menn hafa misstigið sig og að pólitískir andstæðingar fari fram á afsökunarbeiðni frá ráðamönnum einfaldlega af því þeir séu ekki sammála þeim. Sigríður María spurði Brynjar hvort hann væri þeirrar skoðunar að ef dómsmálaráðherra er ekki sammála gagnrýni dómstóla á embættisfærslur ráðherrans þá eigi hann ekki að taka mark á því? „Það er niðurstaða dóms og menn eiga að una því. En það þýðir ekki að menn eigi alltaf að vera að segja af sér. Þá væri enginn ráðherra til lengi.“ Sigríður spurði hann hvar mörkin liggja þá? Brynjar svaraði að ráðherra meti það sjálfur.
Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira