Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2018 20:15 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir. Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir.
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20