Ungt fólk reykir kókaín í auknum mæli Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2018 11:27 Sjúkrahúsið Vogur, VÍSIR/VILHELM Síðastliðið ár hefur starfsfólk Vogs orðið þess áskynja að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um liðna helgi að neysla krakks hefði aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir í samtali við Vísi að neysla á kókaíni hafi aukist mikið undanfarið og færst hafi í aukana að ungt fólk, á aldrinum 20 til 40 ára, reyki það.Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að börn allt niður í fimmtán ára aldur séu farin að reykja krakk og að sautján ára drengur hefði verið fluttur á bráðamóttöku vegna neyslu þess.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Fréttablaðið/PjeturKrakk er hreint kókaín blandað með natróni eða ammoníaki og vatni. Valgerður segist ekki vita til þess að fólk sé sérstaklega að reykja krakk, en starfsfólk Vogs hafi fengið upplýsingar um að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Með því að reykja kókaínið hraðar það upptöku efnisins í blóði, því upptakan er hraðari í gegnum lungun heldur en ef efnið er tekið í nefið. „Þetta er sama efnið en svo veit ég ekki hvort þetta uppfylli skilyrðin fyrir því að kalla þetta krakk. Það eru einhver dæmi um að börn hafi verið að þessu, en fyrst og fremst er þetta eldra fólk, það er að segja ungir fullorðnir,“ segir Valgerður og segir kókaínneyslu mesta á meðal ungs fólks á þrítugs og fertugsaldrinum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Síðastliðið ár hefur starfsfólk Vogs orðið þess áskynja að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um liðna helgi að neysla krakks hefði aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir í samtali við Vísi að neysla á kókaíni hafi aukist mikið undanfarið og færst hafi í aukana að ungt fólk, á aldrinum 20 til 40 ára, reyki það.Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að börn allt niður í fimmtán ára aldur séu farin að reykja krakk og að sautján ára drengur hefði verið fluttur á bráðamóttöku vegna neyslu þess.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Fréttablaðið/PjeturKrakk er hreint kókaín blandað með natróni eða ammoníaki og vatni. Valgerður segist ekki vita til þess að fólk sé sérstaklega að reykja krakk, en starfsfólk Vogs hafi fengið upplýsingar um að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Með því að reykja kókaínið hraðar það upptöku efnisins í blóði, því upptakan er hraðari í gegnum lungun heldur en ef efnið er tekið í nefið. „Þetta er sama efnið en svo veit ég ekki hvort þetta uppfylli skilyrðin fyrir því að kalla þetta krakk. Það eru einhver dæmi um að börn hafi verið að þessu, en fyrst og fremst er þetta eldra fólk, það er að segja ungir fullorðnir,“ segir Valgerður og segir kókaínneyslu mesta á meðal ungs fólks á þrítugs og fertugsaldrinum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira