Óvíst hvenær Guðrún Ósk spilar aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. október 2018 11:30 Guðrún Ósk ætlar ekki að taka neina áhættu með heilsuna vísir/ernir Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir sagði óvíst hvenær hún snúi aftur á handboltavöllinn en hún fékk heilahristing í leik Stjörnunnar og Selfoss í lok septembermánaðar. Guðrún Ósk var besti markmaður Olísdeildar kvenna síðasta vetur. Hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram en færði sig yfir í Stjörnuna í sumar. Hún spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna gegn Selfossi 23. september síðast liðinn en undir lok leiksins var hún farin að missa máttinn í fótunum og eftir leik þurfti að kalla til sjúkrabíl. Hafði ekki rænu á að koma út af„Ég fékk höfuðhögg daginn áður og svo í leiknum fékk ég höfuðhögg mjög fljótlega í leiknum, var að verja hraðaupphlaup og fékk boltann beint framan á hausinn. Skömmu seinna datt ég á rassinn og fékk högg upp frá mjöðmunum upp í höfuðið. Þetta var allt í lagi í leiknum, svo þegar það eru svona 10 mínútur eftir fer ég að missa máttinn í fótunum, svima og þarf að halda mér aðeins í stöngina.“Guðrún Ósk hefur verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar síðustu árS2 Sport„Ég hef eiginlega ekki rænu sjálf í að koma út af og svo eftir leikinn þá fer ég að sjá allt tvöfalt og fjórfalt. Þá er kallað í sjúkrabíl og það kemur í ljós að ég hafi fengið heilahristing og líka mikið sykurfall.“ Svo lýsti Guðrún Ósk því sem gerst hafði í samtali við Vísi í dag. Hún sagðist einfaldlega ekki hafa fattað að hún þyrfti að fara út af og enginn í starfsliðinu áttaði sig á því að hún væri ekki í lagi. „Þetta var ótrúlega jafn leikur, klikkaðar loka mínútur. Það bar ekkert rosalega mikið á því að ég væri í einhverju móki, útaf því að ég stóð þetta bara af mér þegar ég fékk höggið þá var enginn sem kveikti á því, það tengdi það enginn saman.“ „Eftir á að hyggja, ef ég hefði sjálf fattað að ég þyrfti að fara út af þá hefði ég gert það. En í hita leiksins, þá er það ekki það fyrsta sem maður hugsar.“ Þarf að hugsa um að halda heilsunniGuðrún var ekki með Stjörnunni í síðasta leik þar sem liðið fékk skell á heimavelli gegn Fram. Hún segir það alveg óvíst hvenær hún geti spilað á ný. „Það er eiginlega bara alveg óljóst hvenær ég kem til baka. Ég er enn þá með verki dagsdaglega og við mjög litlar augnhreyfiæfingar þá eykst verkurinn.“ „Maður þarf að hugsa um að halda heilsunni,“ sagði Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira