Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæði 10 milljarðar á ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 20:00 Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæðum nemur um tíu milljörðum króna á hverju ári. Prófessor segir átak þurfa til þess að þjóðin átti sig á þeim skaða sem myglan veldur. Mygluskaðar í húsum hafa reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en stærstu tilfellin hafa verið í Orkuveituhúsinu, byggingum Landspítalans og í fyrrum húsakynnum Velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu svo ekki séu nefnd tilfellin sem hafa átt sér stað í híbýlum einstaklinga og fjölskyldna. Tilkynningum vegna myglu í húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda fólk meðvitaðra um vandamálið. Á málþingi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í dag kom fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson „Af stærðargráðunni getum við sagt að það er svona sirka átta til tíu milljarðar á ári, svo þetta er verulegur samfélagslegur baggi,“ sagði Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en hann hélt erindi á málþinginu í dag. Kostnaðurinn skiptist í fjóra þætti. Ólafur segir að tveir til þrír milljarðar liggi í hreinum vatnsskaða, vinnutap einstaklinga vegna myglu hleypur á tveimur milljörðum, og skemmdir vegna myglu sem tryggingafélög greiða ekki hleypur á þremur milljörðum. Erfiðast reynst að reikna úr heilsutjón sem verður að völdum myglu. „Veikindi er erfiðast að meta og þá notum við tölur sem koma erlendis frá, þannig að við ætlum að segja mjög grófa tölu. Þetta getur allt verið frá tveimur milljörðum til fimm milljarðar á ári," segir Ólafur. Ólafur segir að leggja verði áherslu á að minnka rakaskemmdir í byggingum til að lágmarka tjón. Hann segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öðrum fagaðilum vinni að því að því að safna rannsóknarfé til þess að vinna úr fimmtán kenningum um myglu og að fyrirhugað sé átak til vekja fólk til vitundar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofuVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við erum að sjá þetta í nýbyggingum og í rauninni má segja að við séum að búa til nýtt vandamál á hverjum degi þegar við erum að byggja hús, þannig að það er að ýmsu að taka og við erum að fara í átak til þess að koma í veg fyrir og fyrirbyggja þennan vanda að einhverju leiti,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Ef við náum fimmtíu prósent árangri og minnkum segjum frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki, þá gætum við byggt að stærðargráðunni hundrað íbúðir aukalega á ári fyrir þennan pening. Yrði það ekki stórkostlegt,“ segir Ólafur Húsnæðismál Tengdar fréttir Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00 Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Samfélagslegur kostnaður vegna myglu í húsnæðum nemur um tíu milljörðum króna á hverju ári. Prófessor segir átak þurfa til þess að þjóðin átti sig á þeim skaða sem myglan veldur. Mygluskaðar í húsum hafa reglulega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en stærstu tilfellin hafa verið í Orkuveituhúsinu, byggingum Landspítalans og í fyrrum húsakynnum Velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu svo ekki séu nefnd tilfellin sem hafa átt sér stað í híbýlum einstaklinga og fjölskyldna. Tilkynningum vegna myglu í húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda fólk meðvitaðra um vandamálið. Á málþingi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í dag kom fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins hjá Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson „Af stærðargráðunni getum við sagt að það er svona sirka átta til tíu milljarðar á ári, svo þetta er verulegur samfélagslegur baggi,“ sagði Ólafur H. Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en hann hélt erindi á málþinginu í dag. Kostnaðurinn skiptist í fjóra þætti. Ólafur segir að tveir til þrír milljarðar liggi í hreinum vatnsskaða, vinnutap einstaklinga vegna myglu hleypur á tveimur milljörðum, og skemmdir vegna myglu sem tryggingafélög greiða ekki hleypur á þremur milljörðum. Erfiðast reynst að reikna úr heilsutjón sem verður að völdum myglu. „Veikindi er erfiðast að meta og þá notum við tölur sem koma erlendis frá, þannig að við ætlum að segja mjög grófa tölu. Þetta getur allt verið frá tveimur milljörðum til fimm milljarðar á ári," segir Ólafur. Ólafur segir að leggja verði áherslu á að minnka rakaskemmdir í byggingum til að lágmarka tjón. Hann segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt öðrum fagaðilum vinni að því að því að safna rannsóknarfé til þess að vinna úr fimmtán kenningum um myglu og að fyrirhugað sé átak til vekja fólk til vitundar. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofuVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við erum að sjá þetta í nýbyggingum og í rauninni má segja að við séum að búa til nýtt vandamál á hverjum degi þegar við erum að byggja hús, þannig að það er að ýmsu að taka og við erum að fara í átak til þess að koma í veg fyrir og fyrirbyggja þennan vanda að einhverju leiti,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu og ráðgjafi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Ef við náum fimmtíu prósent árangri og minnkum segjum frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki, þá gætum við byggt að stærðargráðunni hundrað íbúðir aukalega á ári fyrir þennan pening. Yrði það ekki stórkostlegt,“ segir Ólafur
Húsnæðismál Tengdar fréttir Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00 Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9. apríl 2018 06:00
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15