Sýknuð af kröfum sveitarfélags í Airbnb-máli Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2018 14:41 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað par af kröfu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna álagningar fasteignaskatts á sumarbústað sem var gerður út á leiguvefnum Airbnb. Hreppurinn taldi að leggja ætti 1,32 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn á grundvelli laga tekjustofna sveitarfélaga þar sem sumarbústaðurinn var nýttur fyrir ferðaþjónustu. Þessu hafnaði parið og taldi að leggja ætti 0,5 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn, líkt og kveður á í lögunum þegar kemur að sumarbústöðum. Parið hafði kært ákvörðun hreppsins til yfirfasteignamatsnefndar, en nefndin komst að sömu niðurstöðu og þar sem parið hafði tilkynnt til sýslumanns að sumarbústaðurinn yrði nýttur undir heimagistingu. Ein og hálf milljón á hreppinn Héraðsdómur Suðurlands var þessu sammála og sagði að skýrt sé tekið fram í lögum að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði laganna, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Tók dómurinn fram að lög um heimagistingu væru yngri en lög um tekjustofna sveitarfélaga og benti á að það væri eindreginn vilji löggjafans að heimagisting teljist ekki nýting húsnæðis í atvinnuskyni. Því lék enginn vafi á því að mati dómsins að skattlagning ætti að heyra undir þá sem kveðið er á um sumarbústaði, en ekki atvinnuhúsnæði. Var parið sýknað af öllum kröfum hreppsins og hreppurinn dæmdur til að greiða þeim málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna. Dóminn má lesa hér. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað par af kröfu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna álagningar fasteignaskatts á sumarbústað sem var gerður út á leiguvefnum Airbnb. Hreppurinn taldi að leggja ætti 1,32 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn á grundvelli laga tekjustofna sveitarfélaga þar sem sumarbústaðurinn var nýttur fyrir ferðaþjónustu. Þessu hafnaði parið og taldi að leggja ætti 0,5 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn, líkt og kveður á í lögunum þegar kemur að sumarbústöðum. Parið hafði kært ákvörðun hreppsins til yfirfasteignamatsnefndar, en nefndin komst að sömu niðurstöðu og þar sem parið hafði tilkynnt til sýslumanns að sumarbústaðurinn yrði nýttur undir heimagistingu. Ein og hálf milljón á hreppinn Héraðsdómur Suðurlands var þessu sammála og sagði að skýrt sé tekið fram í lögum að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði laganna, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Tók dómurinn fram að lög um heimagistingu væru yngri en lög um tekjustofna sveitarfélaga og benti á að það væri eindreginn vilji löggjafans að heimagisting teljist ekki nýting húsnæðis í atvinnuskyni. Því lék enginn vafi á því að mati dómsins að skattlagning ætti að heyra undir þá sem kveðið er á um sumarbústaði, en ekki atvinnuhúsnæði. Var parið sýknað af öllum kröfum hreppsins og hreppurinn dæmdur til að greiða þeim málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna. Dóminn má lesa hér.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira