Erlendum hjálparstarfsmönnum enn ekki hleypt á hamfarasvæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2018 12:14 Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. AP/Dita Alangkara Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur. Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Erlendum hjálparstarfsmönnum hefur enn ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið á eyjunni Sulawesi í Indónesíu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem riðu yfir eyjuna í lok september. Staðfest er að tvö þúsund eru látnir og allt að fimm þúsund saknað. Vonir manna um að finna fleiri á lífi á hamfarasvæðinu á Sulawesi í Indónesíu dvína með hverjum deginum en tæpar tvær vikur eru síðan hörmungarnar gengu yfir með jarðskjálfta af stærðinni 7,5, í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu, en í kjölfar skjálftans fylgdi flóðbylgja sem var allt að sex metra há þegar hún skall á strönd eyjunnar. Yfirvöld hafa gefið það út að leit að eftirlifendum verði hætt ellefta október næstkomandi og verða þeir sem eru ófundnir, taldir af en hverfisfulltrúar í bæjunum Balaroa og Petobo segir að fimm þúsund manns séu ófundnir. Yfirvöld í Indónesíu hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa óskað seint eftir neyðaraðstoð frá alþjóðasamfélaginu, en það gerðist ekki fyrr en þremur dögum eftir hamfarirnar. Tveir Íslendingar voru sendir út í síðustu viku á vegum NetHope, sem eru regnhlífarsamtök 58 stærstu hjálparsamtaka í heimi, en þeirra hlutverk er að tryggja fjarskiptasamband á milli björgunaraðila svo hægt að sé skipuleggja björgunarstarf. Þeir eru hins vega ekki komnir inn á eyjuna þar sem erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki enn verið hleypt inn á hamfarasvæðið. Dagbjartur Brynjarsson er samhæfingarstjóri NetHope hér á landi.Dagbjartur Brynjarsson, samhæfingarstjóri Nethope á Íslandi.Nethope„Það er engum erlendum ríkisborgurum hleypt inn á hamfarasvæðið. Ríkisstjórn Indónesíu er í raun og vera að beina mönnum í gegnum hjálparstofnanir sem starfa á svæðinu og við fylgjum því og höfum verið að þjálfa upp fólk á þann búnað sem við komum með,“ segir Dagbjartur. Því hafa samtökin verið að þjálfa upp innfædda til þess að sinna því hjálparstarfi sem þeir hefur annars verið að gera á hamfara svæðinu. Er einhver ástæða fyrir því að erlendum hjálparstarfsmönnum hefur ekki verið hleypt inn á hamfarasvæðið? „Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og ég ætla ekki að fara geta í neina eyður varðandi það. það sem skiptir mestu máli er bara það að fylgja því skipulagi sem sett er upp og það leggjum við gríðarlega mikið upp úr, að tengja okkur við þá samhæfingu sem á sér stað á hverju stað fyrir sig og fylgjum því uppleggi sem þar er lagt upp,“ segir Dagbjartur. Dagbjartur segir hjálparstarf á svæðinu vera komið í gang og að árangur sé farinn að sjást. „Það er alveg ljóst að er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum og það er líka alveg ljóst að hluti björgunarstarfs er að skríða í rétta átt. Fjarskipti eru að einhverju leiti komin upp aftur, þó þau séu kannski ekki alveg 100%. Rafmagn gengur pínu hægt en í Palu, sem dæmi, eru tvær af fimm aðal spennustöðvum komnar upp fyrir svæðið, þannig að þetta er allt að skríða í rétta átt,“ segir Dagbjartur.
Asía Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00 Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00 Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27 Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Heilu hverfin sukku í for Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði. 8. október 2018 07:00
Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu Að minnsta kosti 1200 eru látnir í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann. 5. október 2018 16:00
Eldgos á hælunum á jarðskjálftum og flóðbylgju Gosið hefur í eldfjallinu Soputan í Indónesíu á eyjunni Norður-Sulawesi sem varð einnig fyrir barðinu á öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í síðustu viku. 3. október 2018 09:27
Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Ástandið á eyjunni Sulawesi versnar dag frá degi eftir náttúruhamfarirnar á föstudag 2. október 2018 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent