„Ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2018 10:32 Helena Bonham Carter er ein þekktasta leikkona Breta. vísir/getty Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49