Hrútasýningar um allt land: Bændur raða fénu upp í gæðaröð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2018 20:15 Pétur að mæla vöðva á hrygg með sónartæki á hrútasýningunni. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Bak, malir, læri,haus og háls og herðar eru meðal þeirra atriða sem þarf að dæma á hrútasýningum sem standa nú yfir um allt land, samhliða gimbrasýningum. Tilgangur dómanna er að raða fénu upp í gæðaröð svo bóndinn eigi auðveldara með að velja ásetningslömb. Hrútasýning var nýlega haldin í fjárhúsinu á bænum Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit hjá þeim Stefáni Þór og Þórhöllu Guðrúnu. Sveitungarnir mættu með bestu hrútana og gimbrarnar sínar í dóm hjá ráðunautum Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Spenna var í loftinu og bændur báru saman bækur sínar enda vilja allir fá háa dóma hjá dómurunum. „Ég er að dæma veturgamlan hrút núna. Ég dæmi hann frá toppi til táar, ég mæli fótinn, ég athuga hvort höfuðið sé ekki í lagi, athuga háls og herðar, bringu og útlögur. Pétur Halldórsson, samstarfsmaður minn mælir hvað vöðvinn í hryggnum sé þykkur, kótelettanm og gefur honum einkunn fyrir lögun. Svo skoða ég malirnar á hrútunum og gef honum einkunn fyrir læri líka“, segir Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Hún segir ekki flókið að dæma hrúta og gimbrar en það kalli á mikla þjálfun. „Samvinna við bændur gengur mjög vel og þetta er mjög gaman. Mér líst mjög vel á féð í haust, ég er búin að skoða fullt af flottum lömbum víða um land, þetta virðist ætla að koma ágætlega út“. Bændurnir í Þjóðólfshaga tvö segja sauðfjárbúskap alltaf jafn gefandi og skemmtilegan þó þau vinni bæði aðra vinnu samhliða búskapnum. „Við eru með með 350 vetrarfóðraðar. Þetta er ekki stórt bú en samt, maður verður að vinna með því fulla vinnu, þannig að þetta er alveg nóg“, segir Stefán Þór Sigurðsson, sauðfjárbóndi.Tveir fallegir hrútar sem mættu í dóm á hrútasýningunni.Magnús Hlynur HreiðarssonGuðrún Hildur að störfum á hrúta og gimbrasýningunni á Þjóðólfshaga tvö í Holta og Landsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent