Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 12:45 Jakob segir móttökurnar hafa verið vonum framar. Vignir Daði Valtýsson Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is. Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. Það þykir kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að sýningin er frumraun Jakobs í uppistandi og seldist upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. Fyrr í sumar vakti Jakob athygli þegar hann gaf út lagið sitt „Sumarsmellur“ sem hljómaði á hinum ýmsu útvarpsstöðvum og hefur verið spilað hátt í tíu þúsund sinnum á Spotify. Sjálfur segist hann þó hafa meiri áhuga á uppistandinu. „Ég hef skemmt í minni einkasamkvæmum og líka á viðburðum þegar ég var í menntaskóla. Mig hefur alltaf langað til þess að halda uppistand en ég hef nú aðallega bara talað um það frekar en að hrinda því í framkvæmd. Síðan ákvað ég í september að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ segir Jakob í samtali við Vísi. „Þetta var frekar mikil skyndiákvörðun“. View this post on InstagramKaupið ykkur miða (link í bio)! Hlakka til að sjá ykkur! A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on Oct 3, 2018 at 4:18am PDT Móttökurnar vonum framar Jakob segir móttökurnar hafa gengið vonum framar, líkt og áður sagði seldist upp á sýninguna á tveimur dögum eftir að miðar fóru í sölu og því hefur verið ákveðið að setja aukasýningu í sölu í dag. Hann hafi þó sett markið töluvert lægra í upphafi. „Ég var búinn að ákveða að ég væri frekar sáttur með að selja hundrað miða en nú er ég búinn að selja tvöhundruð og aukasýning að fara í sölu,“ segir Jakob. Sýningin er með persónulegu sniði og mun hann reifa sínar helstu hversdagsáhyggjur og velta fyrir sér almennu dægurþrasi Íslendinga um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin líkt og kemur fram í auglýsingu fyrir viðburðinn. Þá er sýningunni lýst sem uppgjöri við áleitnar spurningar og æskuminningar. Sýningarnar verða þann 26. október og hægt verður að nálgast miða á aukasýningu Jakobs á tix.is.
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira