Verðum að spila betur á lengri köflum Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 09:00 Erik Hamrén er þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fréttablaðið/Ernir Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira