Mótmælendur mótmæltu mótmælendunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2018 20:30 Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan sláturhúsið á Selfossi í dag til að sýna lömbum og fullorðnu fé samstöðu sem slátrað er þessa dagana. Fólkið segir að við þurfum ekki að borða dýr lengur, plöntur séu málið. Sauðfjárbóndi gefur lítið fyrir mótmæli fólksins og talar um fáfræði. Reykjavík Animal Save stóð fyrir samstöðuvökunni við girðinguna hjá Sláturfélagi Suðurlands þar sem sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Selfossi en alls á að slátra um 110 þúsund fjár. Fólk hélt á skiltum með skilaboðum. „Við hötum ekki bændur en við viljum að bændur breyti yfir í að rækta plöntur í stað þess að rækta dýr. Við þurfum ekki að borða dýr lengur til þess að lifa heilbrigðu lífi, þess vegna ættum við bara að sleppa því. Dýr finna fyrir þjáningu eins og við og til hvers að valda einhverjum öðrum þjáningu þegar við höfum annað val“, segir Birgir Steinn Erlingsson frá Reykjavík Animal Save. Hinu megin við götuna safnaðist hópur saman af ungu fólki til að grilla SS pylsur og mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Eitt barn var með skilti með skýrum skilaboðumMagnús Hlynur Hreiðarsson„Mér finnst allt í lagi ef fólk er vegan, það þarf bara ekki að vera að troða því ofan í annað fólk. Ég er á móti mótmælendunum og ég er að mótmæla“, segir Mattías Emil Óttarsson bóndasonur frá bænum Miklaholti í Biskupstungum. En hvað segja sauðfjárbændur við uppákomuna við sláturhúsið á Selfossi í dag? „Allir öfgar eru ofsalega langt frá mér, mér finnst þetta svo mikið bull, sem betur fer nær þetta fólk engum árangri, engum, alveg sama hvar það er. Eitthvað heilbrigt fólk sem heldur að það nái einhverjum árangri með því að standa fyrir utan sláturhús eða binda sig við vélar og svona, það hefur ekki áhrif á mig og vonandi ekki marga“, segir Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra og bætir við. „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt en auðvitað eru margir með svona hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt. En hvað tekur við hjá þessu fólki, ég veit það ekki. Er það ekki leiðinlegt að farga blómum, má veiða lifandi fisk, ég hef aldrei fengið upphafi eða endir á þessu enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta því mér finnst þetta koma aldrei til með að gera nokkurn skapaðan hlut nema eitthvað fólk sem hefur lítið að gera hangandi einhvers staðar gargandi“.Unga fólkið sem mætti á svæðið til að grilla SS pylsur kom þangað til að mótmæla aðgerðum Reykjavík Animal Save.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent