Stundin lagði Glitni í Landsrétti Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo. Stundin Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins á síðasta ári. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Stundin megi aftur hefja fréttaflutning upp úr gögnunum. Samkvæmt lögfróðum, sem Vísir hefur rætt við, gæti lögbannið aftur tekið gildi ef Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar - rétt eins og varð raunin þegar málinu var áfrýjað til Landsréttar. Þá yrði lögbanninu ekki fyllilega aflétt fyrr en endanlegur dómur fellur í Hæstarétti. Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, 13. október í fyrra. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Stundin þyrfti ekki afhenda gögnin sem umfjöllunin hvíldi á. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem Landsréttur tók svo fyrir í dag. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Stundina og Reykjavík Media af lögbannskröfu Glitnis HoldCo í febrúar en lögbann var lagt á fréttaflutning miðlanna upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins á síðasta ári. Það þarf þó ekki endilega að þýða að Stundin megi aftur hefja fréttaflutning upp úr gögnunum. Samkvæmt lögfróðum, sem Vísir hefur rætt við, gæti lögbannið aftur tekið gildi ef Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar - rétt eins og varð raunin þegar málinu var áfrýjað til Landsréttar. Þá yrði lögbanninu ekki fyllilega aflétt fyrr en endanlegur dómur fellur í Hæstarétti. Sýslumaðurinn á höfuborgarsvæðinu lagði lögbann á frekari fréttaflutning upp úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum að beiðni Glitnis HoldCo, eignarhaldsfélags sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, 13. október í fyrra. Blaðið hafði þá fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Lögbannið var sett á aðeins aðeins rétt rúmum tveimur vikum fyrir þingkosningarnar 28. október. Í tilkynningu frá Glitni HoldCo á sínum tíma sagði að farið hefði verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Dómstólar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Stundin þyrfti ekki afhenda gögnin sem umfjöllunin hvíldi á. Glitnir HoldCo höfðaði í framhaldinu staðfestingarmál vegna lögbannsins á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem Landsréttur tók svo fyrir í dag.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira