Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 11:02 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi. Vísir Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016. Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016.
Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36