Innlent

Gráflekkóttur hrútur kom í heiminn í morgun

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hrúturinn er fallegur, gráflekkóttur, stór og stæðilegur, hér með mömmu sinni.
Hrúturinn er fallegur, gráflekkóttur, stór og stæðilegur, hér með mömmu sinni. Birgitta Lúðvíksdóttir.
Það þykir sérstakt þegar lömb fæðast á haustin í stað vorsins en það gerðist þó í morgun á bænum Möðruvöllum 3 í Hörgárdal þegar ein af ánum bar gráflekkóttum hrúti. Á bænum eru um 350 fjár en ábúendur eru þau Birgitta Lúðvíksdóttir og Þórður Gunnar Sigurjónsson, sem búa á Möðruvöllum 3 og Sigmundur Sigurjónsson og Helga Steingrímsdóttir sem búa á Möðruvöllum 4.

„September og október ærnar voru geldar í vor og hafa fengið þegar geldærnar og hrútarnir voru sett út í vor. Það er æðislega gaman að fá lítið lamb á þessum árstíma til að gæla við í vetur“, segir Birgitta alsæl með lambið. Kindin er ný komin á Möðruvelli þar sem hún var keypt frá bænum Auðnum í Öxnadal, ásamt níu öðrum kindum.

Hún hefur ekki fengið nafn og ekki heldur hrúturinn en nafnið hans kemur í dag þegar krakkarnir á Möðruvöllunum koma úr skólanum, þau munu finna eitthvað fallegt nafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×