„Ef ég hætti þessu rugli þá mun ég veslast upp og verða gamall“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2018 11:30 Pétur Jóhann og Auðunn Blöndal eru gestir vikunnar í Einkalífinu. Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi. Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Suður-ameríski draumurinn fór í loftið síðastliðinn föstudag á Stöð 2 en þar keppa þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. á móti Sveppa og Pétri í stigakeppni með því að leysa allskonar miserfið verkefni um álfuna. Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu í dag. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann hafa verið á skjáum landsmanna síðustu 15 árin eða svo og eru orðnir einir reyndustu sjónvarpsmenn landsins. „Mér fannst ég var kominn heim. Þessi suður-ameríski taktur blundar í mér,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem rakaði á sig mottu þegar tökur fóru fram, svona til þess að blandast betur við innfædda. Auddi segist ekkert vera sérstaklega spenntur að fara út til Bólivíu eftir ferðalagið. „Ég fékk ekki menningarsjokk þarna úti og í raun kom mér bara á óvart hvað allir voru næs. Ég held að það séu bara bullandi fordómar hjá Íslendingum gagnvart Suður-Ameríku og ég held að það spili inn í svona þættir eins og Narcos og svona vitleysa, því að fólk þarna úti er geggjað og allir svo kurteisir og æðislegir. Ég dýrka að vera þarna og mig langar virkilega að fara aftur.“Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð? Pétur Jóhann er elsti keppandinn í Suður-ameríska drauminum. „Einhver sagði að um leið og þú hættir þessu, þá fyrst verður þú gamall. Það er svolítið mikið til í því. Ef ég myndi hætta þessu rugli, þá myndi ég bara veslast upp og verða gamall. Sérð þú ekki hvað ég er með fallega húð?,“ segir Pétur Jóhann. Í þættinum ræða þeir félagar einnig um hvernig herbergisfélagar þeirra eru í þessum ferðum, hvort þeir hafi í raun og veru orðið hræddir við gerð dramaþáttanna, af hverju Pétur Jóhann er alltaf fullur í þessum þáttum og um næstu verkefni hjá þessum tveimur. Í viðtalinu kom einnig fram að Auðunn Blöndal er oftast settur í erfiðustu verkefnin þar sem hann á enginn börn og að sögn andstæðinga hans væri þá í lagi að hann myndi deyja. Hér að neðan má sjá annan þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga á Vísi.
Einkalífið Suður-ameríski draumurinn Tengdar fréttir „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45