Glöggskyggni Guðrún Vilmundardóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Ég er ekki mannglögg. Í vor var útgáfuboð fyrir dr. Guðmund Eggertsson. Þegar ég hafði lokið embættisskyldum sem útgefandi og bóksali, blandaði ég mér í selskapinn í kringum höfund. Þar var fríðleiksmaður, Guðmundur greinilega gamall kennari hans (ég kann að lesa aðstæður, þó að ég sé ekki mannglögg), sem fólk óskaði til hamingju með nýtt starf. Ég vatt mér í samræðurnar með nokkurri sveiflu: „Og hvert er starfið, sem óskað er til hamingju með?“ Fólk horfði vinsamlega, en með ákveðið vorkunnarblik í auga, á mig. „Umhverfisráðherra,“ svaraði maðurinn vingjarnlega. „Einmitt,“ sagði ég. „Gratúlera.“ Leit svo í kringum mig og velti fyrir mér hverjir af viðstöddum höfundum væru líklegir til að leita sér tafarlaust að öðrum útgefanda. „Ég hef verið erlendis,“ sagði ég. Það var ákveðinn hálfsannleikur. Ég dvaldi í London í febrúar. Fyrir fáeinum árum var ég með vinkonu minni á þeim fræga veitingastað Sirkus. Á þessum tíma vann ég í Borgarleikhúsinu. Þetta var seinnipartinn og ég sótti handa okkur drykki á barinn – þar hitti ég gamlan stjörnuleikara – slíkir leikarar þekkjast langar leiðir – en mig langaði ekki til að ræða leikhúsmál svo ég lét nægja að nikka kumpánlega, og hann á móti. Við vorum greinilega dús. Þegar ég kom aftur til vinkonu minnar sagði hún: „Það fer aldeilis vel á með ykkur.“ Ég útskýrði fyrir henni að leiklistin sameinaði fólk. „Við erum öll á sama báti,“ sagði ég. Eitthvað var einsog hún væri efins um það að við tvö værum sem einn maður og spurði: „Manstu, Gurra mín, hvað þessi gamli kollegi þinn heitir?“ Nei, ekki kom ég því nú fyrir mig. Þá dró hún fram servéttu og penna og skrifaði: Harrison Ford. Ég leit aftur á manninn við barinn. Og sá í hendi mér að ég hefði þekkt hann, hefði hann verið með hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Ég er ekki mannglögg. Í vor var útgáfuboð fyrir dr. Guðmund Eggertsson. Þegar ég hafði lokið embættisskyldum sem útgefandi og bóksali, blandaði ég mér í selskapinn í kringum höfund. Þar var fríðleiksmaður, Guðmundur greinilega gamall kennari hans (ég kann að lesa aðstæður, þó að ég sé ekki mannglögg), sem fólk óskaði til hamingju með nýtt starf. Ég vatt mér í samræðurnar með nokkurri sveiflu: „Og hvert er starfið, sem óskað er til hamingju með?“ Fólk horfði vinsamlega, en með ákveðið vorkunnarblik í auga, á mig. „Umhverfisráðherra,“ svaraði maðurinn vingjarnlega. „Einmitt,“ sagði ég. „Gratúlera.“ Leit svo í kringum mig og velti fyrir mér hverjir af viðstöddum höfundum væru líklegir til að leita sér tafarlaust að öðrum útgefanda. „Ég hef verið erlendis,“ sagði ég. Það var ákveðinn hálfsannleikur. Ég dvaldi í London í febrúar. Fyrir fáeinum árum var ég með vinkonu minni á þeim fræga veitingastað Sirkus. Á þessum tíma vann ég í Borgarleikhúsinu. Þetta var seinnipartinn og ég sótti handa okkur drykki á barinn – þar hitti ég gamlan stjörnuleikara – slíkir leikarar þekkjast langar leiðir – en mig langaði ekki til að ræða leikhúsmál svo ég lét nægja að nikka kumpánlega, og hann á móti. Við vorum greinilega dús. Þegar ég kom aftur til vinkonu minnar sagði hún: „Það fer aldeilis vel á með ykkur.“ Ég útskýrði fyrir henni að leiklistin sameinaði fólk. „Við erum öll á sama báti,“ sagði ég. Eitthvað var einsog hún væri efins um það að við tvö værum sem einn maður og spurði: „Manstu, Gurra mín, hvað þessi gamli kollegi þinn heitir?“ Nei, ekki kom ég því nú fyrir mig. Þá dró hún fram servéttu og penna og skrifaði: Harrison Ford. Ég leit aftur á manninn við barinn. Og sá í hendi mér að ég hefði þekkt hann, hefði hann verið með hattinn.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun