Samtök atvinnulífsins vilja hefja kjaraviðræður strax Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2018 20:54 Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja hefja formlegar viðræður við verkalýðshreyfinguna um nýja kjarasamninga nú þegar og hefur kynnt henni áherslur sínar. Formaður VR segir að þar kveði við kunnuglegan tón um litlar launahækkanir sem ekki geti orðið grundvöllur til samninga. Í bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar segir að mikilvægt sé að breytingar launa í komandi kjarasamningum verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir að bæta megi lífskjör og starfsánægju með öðru en beinum launahækkunum. Ný forysta í stærstu verkalýðsfélögunum hefur hins vegar lagt áherslu á töluverða hækkun lægstu launa.Má ekki búast við að það mætist stálin stinn við samningaborðið?„Það vona ég sannarlega ekki. Vegna þess að lífskjör þjóðarinnar eru undir og við verðum einfaldlega að finna út úr því með hvað hætti við ætlum að lenda þessum samningum. Mín sýn er að það sé mikilvægt að aðilar hefji viðræður án tafar og reyni að finna einhvern sameiginlegan samningsgrundvöll. Því á endanum endar þetta með því að við verðum að undirrita kjarasamning. Til þess er leikurinn gerður,“ segir Halldór Benjamín.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í bréfi frá Samtökum atvinnulífsins felist köld kveðja.Vísir/stöð2Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir félagið hafa átt í óformlegum viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Þessi tónn er ekkert nýr. En það er klárt mál að þetta er köld kveðja. Ein af mörgum sem við höfum fengið inn í viðræðurnar,“ segir Ragnar Þór. Í bréfi SA er lýst vilja til að ræða sveigjanlegri vinnutíma með það að markmiði að draga úr vægi yfirvinnu í launum. „Hugmyndir SA hafa fyrst og fremst verið þær að auka sveigjanleika vinnutímans með því að leyfa fólki að vinna dagvinnu um helgar og leyfa fólki jafnvel að vinna dagvinnu og teygja hana fram á kvöld. Það er ekki sá sveigjanleiki sem við erum að berjast fyrir. Við erum að berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar og þannig fjölskylduvænni nálgun,“ segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín segir yfirvinnu mun hærra hlutfall launa hér en þekkist víða annars staðar. „Það er hagur bæði launþega og atvinnurekenda að auka sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði. Sem er miklu minni en til dæmis sveigjanleiki á Norðurlöndunum. Ég held að við eigum að læra sem mest af vinnumarkaðnum eins og hann er praktiseraður á Norðurlöndum og þetta er mikilvægt skref í því,“ segir framkvæmdastjóri SA. Báðir aðilar virðast hins vegar sammála að auka þurfi húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir lægst launaða fólkið í landinu.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira