Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 14:31 Páll Winkel segir fangelsismálastofnun ekki græða á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“ Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“
Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34