Löglegt en yfirmáta lélegt Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2018 14:29 Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar