Heiðra minningu Ettu James Elín Albertsdóttir skrifar 19. október 2018 16:00 Rebekka og Karítas Harpa hlakka til tónleikanna á fimmtudaginn. Fréttablaðið/Eyþór Þrír ungir söngvarar hafa tekið sig saman og ætla að flytja lög Ettu James í Hard Rock á fimmtudag. Tónleikana halda þau til heiðurs söngkonunni en öll hafa miklar mætur á þessari flottu söngkonu. Það var Rebekka Blöndal sem átti hugmyndina að tónleikunum. Hún segist vilja halda minningu Ettu James á lofti en söngkonan hefði orðið áttræð 25. janúar á þessu ári en hún féll frá árið 2012 eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Etta gerði mörg vinsæl lög á ferli sínum en frægust eru líklega I’d rather go blind, The Wallflower, At last, Tell mama og Something’s got a hold on me. Etta James var á yngri árum langt leidd í heróínfíkn. Eftir meðferð kom hún til baka og sendi frá sér plötuna Seven Year Itch árið 1980. Árið 1988, þá fimmtug, fór hún aftur í meðferð, í það skiptið á Betty Ford Center í Kaliforníu. Etta hlaut sex Grammy verðlaun á ferli sínum ásamt mörgum öðrum viðurkenningum. Etta var margverðlaunuð fyrir blús-, rokk- og ryþmablústónlist.Etta James átti skrautlega ævi en var margverðlaunuð söngkona.Rebekka segir ástæðu til að halda nafni Ettu James á lofti og flytja tónlist hennar. Með henni á tónleikunum verða Dagur Sigurðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir. Margir muna eftir Karitas Hörpu úr Voice-þáttunum en hún bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð. Dagur vakti hins vegar verðskuldaða athygli þegar hann tók þátt í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. Rebekka tók sjálf þátt í Voice árið 2015 svo öll hafa þau komið fram í alls kyns keppni í sjónvarpi. Með þeim verður hljómsveitin Ettan en hana skipa Arnar Jónsson, Albert Sölvi Óskarsson, Jón Ingimundarson, Kristófer Hlífar Gíslason og Þórdís Claessen. „Mér finnst Etta oft verða útundan í umræðunni um frægar söngkonur. Hún var hins vegar mikill áhrifavaldur í tónlist og er ein af uppáhaldssöngkonum mínum,“ segir Rebekka. „Eftir að hún fór í meðferð átti hún fallegan feril. Etta samdi mörg lög sem urðu vinsæl en skráði sig ekki endilega fyrir þeim. Til dæmis samdi hún lagið I’d rather go blind þegar hún sat í fangelsi en skráði það á þáverandi kærasta. Hún átti ansi skrautlega ævi en lögin eru flott og hún flutti þau á mjög áhrifaríkan hátt,“ segir Rebekka sem stefnir á að útskrifast úr Tónlistarskóla FÍH í vor. Þær Karítas Harpa hafa ekki sungið saman áður. „Ég vissi að Karítas hafði sungið lög eftir Ettu og lagði þessa hugmynd fyrir hana. Dagur passar einnig mjög vel fyrir þessa tónlist og nær Ettu frábærlega. Við vonumst til að sjá sem flesta á Hard Rock, 25. október kl. 21. Ef áhugi er fyrir hendi langar okkur að hafa fleiri slíka tónleika. Við munum segja frá lífsferli Ettu á milli laganna og draga fram nokkra gullpunkta úr lífi hennar,“ segir Rebekka. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þrír ungir söngvarar hafa tekið sig saman og ætla að flytja lög Ettu James í Hard Rock á fimmtudag. Tónleikana halda þau til heiðurs söngkonunni en öll hafa miklar mætur á þessari flottu söngkonu. Það var Rebekka Blöndal sem átti hugmyndina að tónleikunum. Hún segist vilja halda minningu Ettu James á lofti en söngkonan hefði orðið áttræð 25. janúar á þessu ári en hún féll frá árið 2012 eftir erfiða baráttu við hvítblæði. Etta gerði mörg vinsæl lög á ferli sínum en frægust eru líklega I’d rather go blind, The Wallflower, At last, Tell mama og Something’s got a hold on me. Etta James var á yngri árum langt leidd í heróínfíkn. Eftir meðferð kom hún til baka og sendi frá sér plötuna Seven Year Itch árið 1980. Árið 1988, þá fimmtug, fór hún aftur í meðferð, í það skiptið á Betty Ford Center í Kaliforníu. Etta hlaut sex Grammy verðlaun á ferli sínum ásamt mörgum öðrum viðurkenningum. Etta var margverðlaunuð fyrir blús-, rokk- og ryþmablústónlist.Etta James átti skrautlega ævi en var margverðlaunuð söngkona.Rebekka segir ástæðu til að halda nafni Ettu James á lofti og flytja tónlist hennar. Með henni á tónleikunum verða Dagur Sigurðsson og Karitas Harpa Davíðsdóttir. Margir muna eftir Karitas Hörpu úr Voice-þáttunum en hún bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð. Dagur vakti hins vegar verðskuldaða athygli þegar hann tók þátt í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. Rebekka tók sjálf þátt í Voice árið 2015 svo öll hafa þau komið fram í alls kyns keppni í sjónvarpi. Með þeim verður hljómsveitin Ettan en hana skipa Arnar Jónsson, Albert Sölvi Óskarsson, Jón Ingimundarson, Kristófer Hlífar Gíslason og Þórdís Claessen. „Mér finnst Etta oft verða útundan í umræðunni um frægar söngkonur. Hún var hins vegar mikill áhrifavaldur í tónlist og er ein af uppáhaldssöngkonum mínum,“ segir Rebekka. „Eftir að hún fór í meðferð átti hún fallegan feril. Etta samdi mörg lög sem urðu vinsæl en skráði sig ekki endilega fyrir þeim. Til dæmis samdi hún lagið I’d rather go blind þegar hún sat í fangelsi en skráði það á þáverandi kærasta. Hún átti ansi skrautlega ævi en lögin eru flott og hún flutti þau á mjög áhrifaríkan hátt,“ segir Rebekka sem stefnir á að útskrifast úr Tónlistarskóla FÍH í vor. Þær Karítas Harpa hafa ekki sungið saman áður. „Ég vissi að Karítas hafði sungið lög eftir Ettu og lagði þessa hugmynd fyrir hana. Dagur passar einnig mjög vel fyrir þessa tónlist og nær Ettu frábærlega. Við vonumst til að sjá sem flesta á Hard Rock, 25. október kl. 21. Ef áhugi er fyrir hendi langar okkur að hafa fleiri slíka tónleika. Við munum segja frá lífsferli Ettu á milli laganna og draga fram nokkra gullpunkta úr lífi hennar,“ segir Rebekka.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira