Að nýta mat er lífsnauðsyn Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. október 2018 15:00 Kitty Von-Sometime listakona matreiðir úr grænmeti og ávöxtum sem eru á tilboði hverju sinni og birtir myndir og uppskriftir á Instagram. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Listakonan Kitty Von-Sometime hefur skorið upp herör gegn matarsóun. Hún stundar að kaupa ávexti og grænmeti á síðasta snúningi og niðursettu verði og elda úr því dýrindis krásir sem hún setur í frysti og kippir út þegar hún nennir ekki að elda. Á Instagram-reikningi hennar má sjá afraksturinn. „Þetta er eiginlega ekki verkefni heldur lífsstíll,“ segir Kitty sem hefur búið á Íslandi í þrettán ár og er þekktust fyrir stuttmyndir sínar undir heitinu The Weird Girls Project. „Allan þann tíma hef ég verið mjög frústreruð yfir skorti á úrvali af fersku grænmeti og ávöxtum í verslunum og jafnvel enn þá meira yfir því hvað mikið af mat fer til spillis.“ Hún bendir á að til að viðhalda ferskleika grænmetis og ávaxta á leiðinni yfir hafið þarf að geyma það við mjög lágt hitastig sem þýðir að þessi matvæli skemmast hratt þegar þau eru komin við stofuhita. „Við búum á eyju og ég held að hver einasti íbúi landsins kannist við þetta, að hafa keypt jarðarber eða tómata eða avokadó fullu verði og uppgötvað þegar heim er komið að hluti af pakkanum er skemmdur. Svo ekki bara er verið að flytja hingað mat með afskaplega orkufrekum leiðum heldur nýtist stór hluti hans ekki. Mér finnst brjálæðislegt að á eyju þar sem þarf að flytja inn meirihlutann af öllum mat og þar sem matur er ótrúlega dýr að matarsóun hér skuli vera svona mikil. Bæði vont fyrir umhverfið og pyngjuna.“ Kitty og Lilja dóttir hennar með uppskeru úr grænmetisgarðinum sínum.Svavar Jónatansson Fyrir komandi kynslóðir Dóttir Kittyar. Lilja, er níu ára og elskar grænmeti og ávexti. „Stundum fer hún meira að segja með grænmeti með sér í afmæli af því hana langar meira í það en kökur og pitsu. Núna er hún til dæmis með æði fyrir káli og er alltaf að biðja mig að steikja kál handa sér. Við erum líka með matjurtagarð og ræktum grænmeti saman.“ Kitty bendir á mikilvægi þess fordæmis sem við setjum þeim sem eru að vaxa úr grasi. „Að nýta það sem er til og að rækta sitt eigið verður lykilatriði fyrir næstu kynslóðir og sérstaklega kannski þá sem búa á eyjum í köldu loftslagi. Við erum að ala upp kynslóð sem kann ekki að bjarga sér við þær aðstæður sem hún raunverulega býr við heldur þræðir kaffihúsin í leit að hinu fullkomna avókadó á ristuðu brauði. Vonandi verða loftslagsbreytingarnar ekki eins hræðilegar og útlit er fyrir núna en við verðum samt að taka í taumana og breyta viðhorfi okkar gagnvart svo mörgu. Fólk kvartar undan því að það sé bæði erfitt og dýrt að borða hollt hér á Íslandi en þá er líka málið að vera ekki hrædd við að kaupa pakkningu þar sem er eitt skemmt epli. Fólk skilur ekki að það gæti notað allt hitt og borðað ferskan mat sem það býr til sjálft.“ Vill hvetja verslanir til að hætta að henda Kitty þekkir til fólks hér á landi sem stundar það sem kallast á ensku „dumpster diving“, á íslensku ruslarót eða gámagrams, en í því felst að fara í ruslagáma stórverslana og sækja þangað mat sem er vel hægt að borða en hefur verið hent vegna þess að hann lítur ekki nógu vel út eða komið er fram yfir síðasta söludag. „Ég hef ekki gert þetta sjálf en ber virðingu fyrir þeim sem leggja þetta á sig. En eftir að verslanirnar byrjuðu að bjóða grænmeti og ávexti og aðrar vörur á síðasta söludegi á fimmtíu krónur eða 99 krónur hef ég keypt allt sem ég kemst yfir. Einhverjir vilja meina að það fari ekki nema brot af því sem á að henda á svona tilboð og tilboðin séu jafnvel bara til málamynda og ímyndarsköpunar fyrir verslanirnar. En ég vil, með því að kaupa þetta grænmeti og ávexti á síðasta söludegi, hvetja fyrirtækin til að hætta að henda mat. Venjulegt fólk kafar ekki í gáma í skjóli nætur til að ná í og nýta mat sem hefur verið hent en það er hins vegar mun líklegra til að kaupa mat sem á að fara að henda, á niðursettu verði, hvort sem ástæðurnar eru efnahagslegar eða til að huga að umhverfinu með því að minnka matarsóun.“ Kitty nýtir hráefnið vel og frystir afganga til að nota í næstu máltíðir. Hún segir ástæðu fyrir því að hún sýnir innkaupin og eldamennskuna á Instagram. „Þegar ég hef rætt þetta við fólk þá kemur í ljós að það skammast sín fyrir að kaupa úr tilboðskörfum og upplifir að annað fólk í versluninni horfi á það með fyrirlitningu. Og ef það er rétt er það ógeðslegt,“ segir Kitty áköf. „Í fyrsta lagi er ömurlegt að láta fólki líða eins og það sé eitthvað minniháttar ef það þarf að huga að fjárhagnum og í öðru lagi er nákvæmlega ekkert neikvætt við það að vilja minnka matarsóun. Þess vegna fór ég að birta það sem ég kaupi og hvað ég bý til úr því, til að sýna hvað er hægt að gera margt gott úr þessum mat sem á að henda.“ Eldar í frystinn Brosandi segist Kitty vera tækifærissinni þegar kemur að þessum hluta lífsins. „Ég kaupi það sem er á tilboði og finn svo uppskrift sem passar, stundum kann ég uppskrift en svo fer ég líka á netið, slæ hráefnið inn og sé hvað kemur upp.“ Hún segir frystinn gegna lykilhlutverki í þessari matseld. „Ég vildi óska þess að ég ætti fimm frystikistur. Amma mín er af stríðskynslóðinni í Bretlandi þar sem matvæli voru af skornum skammti og því mikilvægt að nýta allt til hins ýtrasta og hún frysti bókstaflega allt! Ef það er einn tómatur afgangs þá frystir hún hann og notar síðar og ég hef lært mikið af henni. Ég geymi til dæmis alla brokkolí- og grænkálsstilka í frysti og nota í grænmetissúpu síðar.“ Hún bendir á að þetta sé mjög góður valkostur við að kaupa skyndibita eða tilbúnar máltíðir. „Það sparar bæði tíma og peninga að eiga eitthvað hollt og gott í frystinum sem hægt er að grípa til. Ég vinn í kvikmyndaiðnaðinum þessa dagana og er oft að vinna lengi fram eftir og þá er frystikistan besti vinur minn því eftir tólf tíma vinnudag hef ég ekki orku til að elda.“ Ávextir og grænmeti á síðasta snúningi getur orðið ódýr afbragðsmatur. The Weird Girls á Vestfjörðum Kitty er að vanda með mörg járn í eldinum. „Ég er að vinna að tveimur verkefnum sjálf, annað er myndband með GusGus í nóvember sem ég er mjög spennt fyrir vegna þess að ég hef ekki unnið með barnsföður mínum, Daníel Ágústi, mjög lengi og það verður skemmtilegt. Og svo stefni ég á að gera The Weird Girls Project í vor á Vestfjörðum. Það er opið fyrir umsóknir um þátttöku á vefsíðunni minni og ég hvet allar konur til að kynna sér málið og sækja um.“ Uppskriftir og myndir má sjá á Instagram-síðu Kittyar, kittyvonsometime. Nánari upplýsingar um Kitty og The Weird Girls Project eru á theweirdgirlsproject.com og þar má einnig skrá sig í Vestfjarðaverkefnið undir flipanum Upcoming. Hér keypti Kitty til að mynda margar fötur af tómötum á tilboði og niðurstaðan er gómsæt vetrarsúpa sem gott er að eiga í frysti. Kirsuberjatómatasúpa Kittyar „Þegar þið sjáið tómata á tilboði kaupið eins mikið og þið getið. Takið þá allra skemmdustu frá og hreinsið hin 98 prósentin og bakið í ofni með ólífuolíu og basillaufum. Mýkið á meðan lauk, hvítlauk (ekki verra ef það var líka á tilboði) eða frosnu hvítlauksmauki (sem þið gerðuð um daginn úr tilboðshvítlauk), pestói (sem þið gerðuð mögulega um daginn úr tilboðsbasiliku), grænmetis- eða kjúklingasoði og meiri basillauf í eftir smekk. Sjóðið í einum lítra af vatni, kryddið og setjið í blandara. Borðið eins og þið viljið og frystið afganginn í hæfilegum skömmtum til að eiga á köldum vetrardögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Súpur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Listakonan Kitty Von-Sometime hefur skorið upp herör gegn matarsóun. Hún stundar að kaupa ávexti og grænmeti á síðasta snúningi og niðursettu verði og elda úr því dýrindis krásir sem hún setur í frysti og kippir út þegar hún nennir ekki að elda. Á Instagram-reikningi hennar má sjá afraksturinn. „Þetta er eiginlega ekki verkefni heldur lífsstíll,“ segir Kitty sem hefur búið á Íslandi í þrettán ár og er þekktust fyrir stuttmyndir sínar undir heitinu The Weird Girls Project. „Allan þann tíma hef ég verið mjög frústreruð yfir skorti á úrvali af fersku grænmeti og ávöxtum í verslunum og jafnvel enn þá meira yfir því hvað mikið af mat fer til spillis.“ Hún bendir á að til að viðhalda ferskleika grænmetis og ávaxta á leiðinni yfir hafið þarf að geyma það við mjög lágt hitastig sem þýðir að þessi matvæli skemmast hratt þegar þau eru komin við stofuhita. „Við búum á eyju og ég held að hver einasti íbúi landsins kannist við þetta, að hafa keypt jarðarber eða tómata eða avokadó fullu verði og uppgötvað þegar heim er komið að hluti af pakkanum er skemmdur. Svo ekki bara er verið að flytja hingað mat með afskaplega orkufrekum leiðum heldur nýtist stór hluti hans ekki. Mér finnst brjálæðislegt að á eyju þar sem þarf að flytja inn meirihlutann af öllum mat og þar sem matur er ótrúlega dýr að matarsóun hér skuli vera svona mikil. Bæði vont fyrir umhverfið og pyngjuna.“ Kitty og Lilja dóttir hennar með uppskeru úr grænmetisgarðinum sínum.Svavar Jónatansson Fyrir komandi kynslóðir Dóttir Kittyar. Lilja, er níu ára og elskar grænmeti og ávexti. „Stundum fer hún meira að segja með grænmeti með sér í afmæli af því hana langar meira í það en kökur og pitsu. Núna er hún til dæmis með æði fyrir káli og er alltaf að biðja mig að steikja kál handa sér. Við erum líka með matjurtagarð og ræktum grænmeti saman.“ Kitty bendir á mikilvægi þess fordæmis sem við setjum þeim sem eru að vaxa úr grasi. „Að nýta það sem er til og að rækta sitt eigið verður lykilatriði fyrir næstu kynslóðir og sérstaklega kannski þá sem búa á eyjum í köldu loftslagi. Við erum að ala upp kynslóð sem kann ekki að bjarga sér við þær aðstæður sem hún raunverulega býr við heldur þræðir kaffihúsin í leit að hinu fullkomna avókadó á ristuðu brauði. Vonandi verða loftslagsbreytingarnar ekki eins hræðilegar og útlit er fyrir núna en við verðum samt að taka í taumana og breyta viðhorfi okkar gagnvart svo mörgu. Fólk kvartar undan því að það sé bæði erfitt og dýrt að borða hollt hér á Íslandi en þá er líka málið að vera ekki hrædd við að kaupa pakkningu þar sem er eitt skemmt epli. Fólk skilur ekki að það gæti notað allt hitt og borðað ferskan mat sem það býr til sjálft.“ Vill hvetja verslanir til að hætta að henda Kitty þekkir til fólks hér á landi sem stundar það sem kallast á ensku „dumpster diving“, á íslensku ruslarót eða gámagrams, en í því felst að fara í ruslagáma stórverslana og sækja þangað mat sem er vel hægt að borða en hefur verið hent vegna þess að hann lítur ekki nógu vel út eða komið er fram yfir síðasta söludag. „Ég hef ekki gert þetta sjálf en ber virðingu fyrir þeim sem leggja þetta á sig. En eftir að verslanirnar byrjuðu að bjóða grænmeti og ávexti og aðrar vörur á síðasta söludegi á fimmtíu krónur eða 99 krónur hef ég keypt allt sem ég kemst yfir. Einhverjir vilja meina að það fari ekki nema brot af því sem á að henda á svona tilboð og tilboðin séu jafnvel bara til málamynda og ímyndarsköpunar fyrir verslanirnar. En ég vil, með því að kaupa þetta grænmeti og ávexti á síðasta söludegi, hvetja fyrirtækin til að hætta að henda mat. Venjulegt fólk kafar ekki í gáma í skjóli nætur til að ná í og nýta mat sem hefur verið hent en það er hins vegar mun líklegra til að kaupa mat sem á að fara að henda, á niðursettu verði, hvort sem ástæðurnar eru efnahagslegar eða til að huga að umhverfinu með því að minnka matarsóun.“ Kitty nýtir hráefnið vel og frystir afganga til að nota í næstu máltíðir. Hún segir ástæðu fyrir því að hún sýnir innkaupin og eldamennskuna á Instagram. „Þegar ég hef rætt þetta við fólk þá kemur í ljós að það skammast sín fyrir að kaupa úr tilboðskörfum og upplifir að annað fólk í versluninni horfi á það með fyrirlitningu. Og ef það er rétt er það ógeðslegt,“ segir Kitty áköf. „Í fyrsta lagi er ömurlegt að láta fólki líða eins og það sé eitthvað minniháttar ef það þarf að huga að fjárhagnum og í öðru lagi er nákvæmlega ekkert neikvætt við það að vilja minnka matarsóun. Þess vegna fór ég að birta það sem ég kaupi og hvað ég bý til úr því, til að sýna hvað er hægt að gera margt gott úr þessum mat sem á að henda.“ Eldar í frystinn Brosandi segist Kitty vera tækifærissinni þegar kemur að þessum hluta lífsins. „Ég kaupi það sem er á tilboði og finn svo uppskrift sem passar, stundum kann ég uppskrift en svo fer ég líka á netið, slæ hráefnið inn og sé hvað kemur upp.“ Hún segir frystinn gegna lykilhlutverki í þessari matseld. „Ég vildi óska þess að ég ætti fimm frystikistur. Amma mín er af stríðskynslóðinni í Bretlandi þar sem matvæli voru af skornum skammti og því mikilvægt að nýta allt til hins ýtrasta og hún frysti bókstaflega allt! Ef það er einn tómatur afgangs þá frystir hún hann og notar síðar og ég hef lært mikið af henni. Ég geymi til dæmis alla brokkolí- og grænkálsstilka í frysti og nota í grænmetissúpu síðar.“ Hún bendir á að þetta sé mjög góður valkostur við að kaupa skyndibita eða tilbúnar máltíðir. „Það sparar bæði tíma og peninga að eiga eitthvað hollt og gott í frystinum sem hægt er að grípa til. Ég vinn í kvikmyndaiðnaðinum þessa dagana og er oft að vinna lengi fram eftir og þá er frystikistan besti vinur minn því eftir tólf tíma vinnudag hef ég ekki orku til að elda.“ Ávextir og grænmeti á síðasta snúningi getur orðið ódýr afbragðsmatur. The Weird Girls á Vestfjörðum Kitty er að vanda með mörg járn í eldinum. „Ég er að vinna að tveimur verkefnum sjálf, annað er myndband með GusGus í nóvember sem ég er mjög spennt fyrir vegna þess að ég hef ekki unnið með barnsföður mínum, Daníel Ágústi, mjög lengi og það verður skemmtilegt. Og svo stefni ég á að gera The Weird Girls Project í vor á Vestfjörðum. Það er opið fyrir umsóknir um þátttöku á vefsíðunni minni og ég hvet allar konur til að kynna sér málið og sækja um.“ Uppskriftir og myndir má sjá á Instagram-síðu Kittyar, kittyvonsometime. Nánari upplýsingar um Kitty og The Weird Girls Project eru á theweirdgirlsproject.com og þar má einnig skrá sig í Vestfjarðaverkefnið undir flipanum Upcoming. Hér keypti Kitty til að mynda margar fötur af tómötum á tilboði og niðurstaðan er gómsæt vetrarsúpa sem gott er að eiga í frysti. Kirsuberjatómatasúpa Kittyar „Þegar þið sjáið tómata á tilboði kaupið eins mikið og þið getið. Takið þá allra skemmdustu frá og hreinsið hin 98 prósentin og bakið í ofni með ólífuolíu og basillaufum. Mýkið á meðan lauk, hvítlauk (ekki verra ef það var líka á tilboði) eða frosnu hvítlauksmauki (sem þið gerðuð um daginn úr tilboðshvítlauk), pestói (sem þið gerðuð mögulega um daginn úr tilboðsbasiliku), grænmetis- eða kjúklingasoði og meiri basillauf í eftir smekk. Sjóðið í einum lítra af vatni, kryddið og setjið í blandara. Borðið eins og þið viljið og frystið afganginn í hæfilegum skömmtum til að eiga á köldum vetrardögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Súpur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira