Flettu ofan af einu stærsta skattsvikamáli sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2018 12:00 Meðal þeirra banka sem tóku þátt í gjörningunum var hinn breski Barclays. Getty/Gerry Yeowell Alþjóðlegur hópur blaðamanna telur sig hafa afhjúpað eitthvert stærsta skattsvikamál sem upp hefur komið í Evrópu. Um sé að ræða heljarinnar skattsvikafléttu sem þeir telja að standi enn yfir. Umfang málsins er gríðarlegt og tekur til fjölda Evrópulanda og margra af stærstu bönkum heims; eins og Barclays, Merrill Lynch, JP Morgan, Morgan Stanley, BNP Paribas, Banco Santander, Macquarie Bank og Deutsche Bank. Blaðamannahópurinn telur að með því að nýta sér gloppur í skatta- og hlutafélagalöggjöfum Evrópuríkja hafi ósvífnum kaupsýslumönnum tekist að hafa hið minnsta 7400 milljarða íslenskra króna, á gengi dagsins í dag, úr ríkiskössum Þýskalands, Danmerkur, Belgíu, Frakklands og Ítalíu. Aðferðir kaupsýslumannanna eru sagðar „gríðarlega flóknar“ og án „nokkurrar sýnilegrar ástæðu,“ annarrar en að þiggja skattaendurgreiðslur úr ríkissjóðum landanna - án þess þó að greiða nokkurn skatt til að byrja með.Á vef sem alþjóðlegi blaðamannahópurinn, sem samanstendur af fréttamönnum frá danska ríkisútvarpinu, Politiken, Le Monde, Reuters, Die Zeit, ARD og þrettán öðrum evrópskum miðlum, er fléttunni lýst með eftirfarandi hætti:Búið er að koma upp vef þar sem greint er frá niðurstöðum hópsins.SkjáskotÞátttakendurnir lánuðu hvorum öðrum hlutabréf í stórfyrirtækjum með það fyrir augum að telja skattayfirvöldum trú um að eigendur bréfanna væru tveir. Bankinn sem hélt utan um gjörninginn sendi nýja fjárfestinum svo „staðfestingu“ á því að búið væri að greiða skatta af arðgreiðslum vegna bréfanna - þrátt fyrir að alls ekki væri búið að því. Með þessa staðfestingu upp á arminn gat fjárfestirinn svo leitað til stjórnvalda og fengið endurgreiðslu á meintri skattgreiðslu. „Þetta er svolítið eins og foreldrar sem sækja um barnabætur fyrir tvö - eða fleiri - börn, þó svo að það sé aðeins eitt barn á heimilinu,“ segir í niðurlagi útskýringarinnar. Danska ríkisútvarpið áætlar að í svæsnustu tilfellum hafi fjárfestum tekist að fá sama skattinn endurgreiddan um tíu sinnum. Í öðrum tilfellum nýttu fjárfestarnir sér mun sem finna má í skattalöggjöfum milli ríkja og í enn öðrum var um hefðbundnari skattlagabrot að ræða; fjárfestar borguðu hreinlega ekki skattana sem þeim bar.Topparnir samþykktu Gögnin sem blaðamennirnir byggja umfjöllun sína á telja rúmlega 180 þúsund blaðsíður; tölvupóstar, minnisblöð úr bönkum, kvittanir, hlutabréfaútlistanir auk símtala og yfirheyrsla sem framkvæmdar voru af þýsku lögregunni frá 2012 fram til septembermánaðar árið 2018. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að fyrrnefndir gjörningar hafi verið framkvæmdir frá árinu 2001 hið minnsta og standi líklega enn yfir í einhverjum ríkjum Evrópu, þrátt fyrir að stjórnvöld, til að mynda þau þýsku, hafi reynt að girða fyrir gloppurnar. Þá bera gögnin jafnframt með sér að gjörningarnir hafi alla jafna verið samþykktir af yfirstjórnum fyrrnefndra stórbanka. Hér að neðan má sjá áætlað kostnað sem eftirtaldir ríkissjóðir hafa þurft að bera vegna brotanna. Taflan er fengin af vef danska ríkisútvarpsins, er á dönsku og upphæðin er gefin upp í dönskum krónum. Gengi dönsku krónunnar er um 18 íslenskar krónur þegar þetta er skrifað. Nánar má fræðast um Cumex-brotin á vef hins þýska Correctiv, sem hélt utan um vinnu blaðamannanna.DR.DK Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Alþjóðlegur hópur blaðamanna telur sig hafa afhjúpað eitthvert stærsta skattsvikamál sem upp hefur komið í Evrópu. Um sé að ræða heljarinnar skattsvikafléttu sem þeir telja að standi enn yfir. Umfang málsins er gríðarlegt og tekur til fjölda Evrópulanda og margra af stærstu bönkum heims; eins og Barclays, Merrill Lynch, JP Morgan, Morgan Stanley, BNP Paribas, Banco Santander, Macquarie Bank og Deutsche Bank. Blaðamannahópurinn telur að með því að nýta sér gloppur í skatta- og hlutafélagalöggjöfum Evrópuríkja hafi ósvífnum kaupsýslumönnum tekist að hafa hið minnsta 7400 milljarða íslenskra króna, á gengi dagsins í dag, úr ríkiskössum Þýskalands, Danmerkur, Belgíu, Frakklands og Ítalíu. Aðferðir kaupsýslumannanna eru sagðar „gríðarlega flóknar“ og án „nokkurrar sýnilegrar ástæðu,“ annarrar en að þiggja skattaendurgreiðslur úr ríkissjóðum landanna - án þess þó að greiða nokkurn skatt til að byrja með.Á vef sem alþjóðlegi blaðamannahópurinn, sem samanstendur af fréttamönnum frá danska ríkisútvarpinu, Politiken, Le Monde, Reuters, Die Zeit, ARD og þrettán öðrum evrópskum miðlum, er fléttunni lýst með eftirfarandi hætti:Búið er að koma upp vef þar sem greint er frá niðurstöðum hópsins.SkjáskotÞátttakendurnir lánuðu hvorum öðrum hlutabréf í stórfyrirtækjum með það fyrir augum að telja skattayfirvöldum trú um að eigendur bréfanna væru tveir. Bankinn sem hélt utan um gjörninginn sendi nýja fjárfestinum svo „staðfestingu“ á því að búið væri að greiða skatta af arðgreiðslum vegna bréfanna - þrátt fyrir að alls ekki væri búið að því. Með þessa staðfestingu upp á arminn gat fjárfestirinn svo leitað til stjórnvalda og fengið endurgreiðslu á meintri skattgreiðslu. „Þetta er svolítið eins og foreldrar sem sækja um barnabætur fyrir tvö - eða fleiri - börn, þó svo að það sé aðeins eitt barn á heimilinu,“ segir í niðurlagi útskýringarinnar. Danska ríkisútvarpið áætlar að í svæsnustu tilfellum hafi fjárfestum tekist að fá sama skattinn endurgreiddan um tíu sinnum. Í öðrum tilfellum nýttu fjárfestarnir sér mun sem finna má í skattalöggjöfum milli ríkja og í enn öðrum var um hefðbundnari skattlagabrot að ræða; fjárfestar borguðu hreinlega ekki skattana sem þeim bar.Topparnir samþykktu Gögnin sem blaðamennirnir byggja umfjöllun sína á telja rúmlega 180 þúsund blaðsíður; tölvupóstar, minnisblöð úr bönkum, kvittanir, hlutabréfaútlistanir auk símtala og yfirheyrsla sem framkvæmdar voru af þýsku lögregunni frá 2012 fram til septembermánaðar árið 2018. Rannsóknin leiðir einnig í ljós að fyrrnefndir gjörningar hafi verið framkvæmdir frá árinu 2001 hið minnsta og standi líklega enn yfir í einhverjum ríkjum Evrópu, þrátt fyrir að stjórnvöld, til að mynda þau þýsku, hafi reynt að girða fyrir gloppurnar. Þá bera gögnin jafnframt með sér að gjörningarnir hafi alla jafna verið samþykktir af yfirstjórnum fyrrnefndra stórbanka. Hér að neðan má sjá áætlað kostnað sem eftirtaldir ríkissjóðir hafa þurft að bera vegna brotanna. Taflan er fengin af vef danska ríkisútvarpsins, er á dönsku og upphæðin er gefin upp í dönskum krónum. Gengi dönsku krónunnar er um 18 íslenskar krónur þegar þetta er skrifað. Nánar má fræðast um Cumex-brotin á vef hins þýska Correctiv, sem hélt utan um vinnu blaðamannanna.DR.DK
Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira