Vonin er það eina sem við eigum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 12:30 „Það eru 63 plús 1 á portrettunum, það kom nefnilega inn utanþingsráðherra,“ segir Birgir. Fréttablaðið/Vilhelm Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands. Upphaflega sýndi Birgir verkið Von í Sverrissal Hafnarborgar fyrir tveimur árum, þá rétt fyrir þingkosningar. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði og því málar hann alla alþingismennina ljóshærða og bláeyga. „Verkið á fyllilega við enn í dag og ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi gildi sínu áfram,“ segir Birgir Snæbjörn. „Vonin er það eina sem við eigum en henni er vissulega auðvelt að glata.“ Skil ég það samt ekki rétt að þingmennirnir veiti honum von? „Nei, ekki endilega. Þetta verk er upphaflega búið til sem yfirlýsing gegn ákveðnu ástandi. Það er mikil ábyrgð sem á herðar þingmanna er lögð og vissulega óskum við þess að þeir gefi okkur von, svo er umdeilanlegt hvort það gerist,“ segir hann og gefur greinilega hverjum og einum frelsi til að túlka hvað þessi hvítu andlit þýða. Í Listasafni Árnesinga kallast Von á við útskurðarverk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944. Þessi tvö verk og mörg fleiri tilheyra sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sem þar stendur yfir og hefur verið framlengd til 16. desember. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi Snæbjörn mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna á sunnudaginn, segja frá og svara spurningum gesta. Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 12 til 18. Aðgangur að því er ókeypis og allir eru velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands. Upphaflega sýndi Birgir verkið Von í Sverrissal Hafnarborgar fyrir tveimur árum, þá rétt fyrir þingkosningar. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði og því málar hann alla alþingismennina ljóshærða og bláeyga. „Verkið á fyllilega við enn í dag og ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi gildi sínu áfram,“ segir Birgir Snæbjörn. „Vonin er það eina sem við eigum en henni er vissulega auðvelt að glata.“ Skil ég það samt ekki rétt að þingmennirnir veiti honum von? „Nei, ekki endilega. Þetta verk er upphaflega búið til sem yfirlýsing gegn ákveðnu ástandi. Það er mikil ábyrgð sem á herðar þingmanna er lögð og vissulega óskum við þess að þeir gefi okkur von, svo er umdeilanlegt hvort það gerist,“ segir hann og gefur greinilega hverjum og einum frelsi til að túlka hvað þessi hvítu andlit þýða. Í Listasafni Árnesinga kallast Von á við útskurðarverk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944. Þessi tvö verk og mörg fleiri tilheyra sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sem þar stendur yfir og hefur verið framlengd til 16. desember. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi Snæbjörn mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna á sunnudaginn, segja frá og svara spurningum gesta. Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 12 til 18. Aðgangur að því er ókeypis og allir eru velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira