Tapaði öllum peningunum í atvinnumennskunni: „Fíknin tók bara alveg yfir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 07:59 Valsmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2017 að mati Vísis. Fréttablaðið/Anton Brink Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku. Eyjapeyinn hafi kennt þjálfara um, sagt að hann væri ekki að finna sig þegar stóra vandamálið var í raun og veru spilafíkn. Hann viti að hann sé alveg nógu góður til að spila knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður. Fjallað var um fíkn Eiðs Arons í þættinum Íþróttafólkið á RÚV í gær en Fótbolti.net greyndi fyrst frá því á dögunum að Eiður Aron hefði glímt við spilafíkn. Miðvörðurinn lýsir því að hafa alltaf haft gaman af póker. Lengi vel spilaði hann bara með vinunum fyrir 500-1000 krónur en sá hópur hafi lagst útaf. Löngunin í meiri póker hafi færst yfir á netið þar sem upphæðirnar voru oðrnar hærri. 10 þúsund krónur og svo 20 þúsund krónur til að reyna að vinna peninginn til baka. „Fíknin tók bara alveg yfir.“ Eiður Aron þegar hann lék með ÍBV sumarið 2104.Fréttablaðið/DaníelFór varla út úr húsiEiður Aron fór utan árið 2011 og samdi við sænska liðið Örebro. Hann þótti mikið efni og framtíðarlandsliðsmaður. Hann fékk væna upphæð við undirskrift sem öll tapaðist í póker. Hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá ÍBV en var erlendis, í Svíþjóð og síðar Þýskalandi, til vorsins 2017 þegar hann samdi við Val.„Ég tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna,“ segir Eiður Aron.Hann lýsir tímum þar sem hann tapaði miklum peningum. Þá hafi hann þurft að laumupokast með spilafíkn sína og vakna á nóttunni til að spila. Þannig hafi hann falið vandamálið fyrir unnustu sinni, Guðnýju Ósk Ómarsdóttur. Hún segir þó að sig hafi grunað að eitthvað væri í ólagi.Þegar Guðný flutti heim til Íslands með dóttur þeirra áramótin 2016-2017 hafi staðan verið orðin mjög slæm. Eiður fékk ekkert að spila með liði sínu í Þýskalandi.„Ég var að eyða svona átta tímum á dag. Ég fór ekki út úr húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þennan pening sem ég hafði á milli handanna. Svo var það bara póker.“Ekkert gekk og hann þurfti að slá lán hjá liðsfélögum til að geta spilað meira.„Ég sagði aldrei satt. Ég týndi veskinu, kortið finnst ekki. Geturðu ekki reddað mér 300 evrum? Mér leið aldrei illa yfir því að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar hún tapaðist þá var þetta ömurlegt. Þetta var hringrás.“Eiður Aron er af mikilli íþróttafjölskyldu. Bróðir hans Theodór er frábær hornamaður í handbolta.Fréttablaðið/DaníelBesta stundin þegar ljósin voru slökktParið lýsir því hve mjög þetta hafi reynt á sambandið. Eiður Aron segir besta tíma dagsins hafa verið þegar ljósin voru slökkt á kvöldin. Þá vissi hann að hann fengi ekki óþægilegar spurningar. Þegar hann kom heim vorið 2017 ákvað hann að taka til í sínum málum. Viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.„Það er mjög erfitt að stíga fyrstu skrefin og viðurkenna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu að þetta er vandamál. En það eru allir til í að hjálpa. Ef þú talar um þín vandamál, að þú viljir hjálp, þá gerir fólk hvað sem er. Þetta er bara spurning um að taka þessi fyrstu skref.“Eiður Aron segir að sér líði vel í dag, parið á von á nýju barni og kann vel við sig hjá Valsmönnum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi,“ sagði Eiður Aron í viðtali við Vísi á dögunum.Veðmálafíkn er þekkt vandamál í knattspyrnuheiminum. Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum upphæðum hafa áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Fjárhættuspil Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Eiður Aron Sigurbjörnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals í knattspyrnu, segist hafa verið orðinn þreyttur á endalausum afsökunum yfir því af hverju hlutirnir gengu ekki upp hjá honum í um sex ár í atvinnumennsku. Eyjapeyinn hafi kennt þjálfara um, sagt að hann væri ekki að finna sig þegar stóra vandamálið var í raun og veru spilafíkn. Hann viti að hann sé alveg nógu góður til að spila knattspyrnu erlendis sem atvinnumaður. Fjallað var um fíkn Eiðs Arons í þættinum Íþróttafólkið á RÚV í gær en Fótbolti.net greyndi fyrst frá því á dögunum að Eiður Aron hefði glímt við spilafíkn. Miðvörðurinn lýsir því að hafa alltaf haft gaman af póker. Lengi vel spilaði hann bara með vinunum fyrir 500-1000 krónur en sá hópur hafi lagst útaf. Löngunin í meiri póker hafi færst yfir á netið þar sem upphæðirnar voru oðrnar hærri. 10 þúsund krónur og svo 20 þúsund krónur til að reyna að vinna peninginn til baka. „Fíknin tók bara alveg yfir.“ Eiður Aron þegar hann lék með ÍBV sumarið 2104.Fréttablaðið/DaníelFór varla út úr húsiEiður Aron fór utan árið 2011 og samdi við sænska liðið Örebro. Hann þótti mikið efni og framtíðarlandsliðsmaður. Hann fékk væna upphæð við undirskrift sem öll tapaðist í póker. Hann spilaði um tíma sem lánsmaður hjá ÍBV en var erlendis, í Svíþjóð og síðar Þýskalandi, til vorsins 2017 þegar hann samdi við Val.„Ég tapa hverjum einasta pening sem ég fékk á milli handanna,“ segir Eiður Aron.Hann lýsir tímum þar sem hann tapaði miklum peningum. Þá hafi hann þurft að laumupokast með spilafíkn sína og vakna á nóttunni til að spila. Þannig hafi hann falið vandamálið fyrir unnustu sinni, Guðnýju Ósk Ómarsdóttur. Hún segir þó að sig hafi grunað að eitthvað væri í ólagi.Þegar Guðný flutti heim til Íslands með dóttur þeirra áramótin 2016-2017 hafi staðan verið orðin mjög slæm. Eiður fékk ekkert að spila með liði sínu í Þýskalandi.„Ég var að eyða svona átta tímum á dag. Ég fór ekki út úr húsi í Þýskalandi nema til að fara á æfingu og kaupa mat fyrir þennan pening sem ég hafði á milli handanna. Svo var það bara póker.“Ekkert gekk og hann þurfti að slá lán hjá liðsfélögum til að geta spilað meira.„Ég sagði aldrei satt. Ég týndi veskinu, kortið finnst ekki. Geturðu ekki reddað mér 300 evrum? Mér leið aldrei illa yfir því að biðja um þetta því löngunin var svo mikil að fara að spila. Svo þegar hún tapaðist þá var þetta ömurlegt. Þetta var hringrás.“Eiður Aron er af mikilli íþróttafjölskyldu. Bróðir hans Theodór er frábær hornamaður í handbolta.Fréttablaðið/DaníelBesta stundin þegar ljósin voru slökktParið lýsir því hve mjög þetta hafi reynt á sambandið. Eiður Aron segir besta tíma dagsins hafa verið þegar ljósin voru slökkt á kvöldin. Þá vissi hann að hann fengi ekki óþægilegar spurningar. Þegar hann kom heim vorið 2017 ákvað hann að taka til í sínum málum. Viðurkenna vandann og leita sér hjálpar.„Það er mjög erfitt að stíga fyrstu skrefin og viðurkenna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu að þetta er vandamál. En það eru allir til í að hjálpa. Ef þú talar um þín vandamál, að þú viljir hjálp, þá gerir fólk hvað sem er. Þetta er bara spurning um að taka þessi fyrstu skref.“Eiður Aron segir að sér líði vel í dag, parið á von á nýju barni og kann vel við sig hjá Valsmönnum. „Ég er nýbúinn að skrifa undir samning en klárlega skoða það sem kemur inn ef það er eitthvað spennandi,“ sagði Eiður Aron í viðtali við Vísi á dögunum.Veðmálafíkn er þekkt vandamál í knattspyrnuheiminum. Áhyggjur sem leikmenn hafa af töpuðum upphæðum hafa áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta hafa rannsóknir sýnt.
Fjárhættuspil Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira