Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 23:51 Björn Ingi er afar trúaður maður og hann hefur áhyggjur af því hvernig kirkjan hefur látið hrekja sig út í horn. Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður er uggandi vegna þröngrar stöðu kirkjunnar og hvetur kirkjunnar menn til þess að vera beinni í baki. „Ég skil ekki bara af hverju kirkjunnar fólk er alltaf nánast að biðjast afsökunar a tilveru sinni og i endalausri vörn. Það vantar allt sjálfstraust hjá þeim i umræðunni,“ segir Björn Ingi í samtali við Vísi.Meirihlutinn verður að fara að láta í sér heyraVísir greindi frá því fyrir fáeinum dögum að Íslendingum sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fer mjög fækkandi. Alls voru 65,6 prósent landsmanna, sem búsettir eru hér á landi, skráðir í Þjóðkirkjuna um síðustu mánaðarmót, eða 233.062 manns. Skráðum hefur fækkað um 2.029, eða 0,9 prósent, frá 1. desember 2017. Þetta sýnist Birni Ingi hið versta mál. En, hvað vill hann að verði gert? „Að kirkjunnar menn fari að tala af meira sjálfstrausti og veki athygli á öllu því frábæra starfi sem þar er unnið og okkur finnst flestum svo sjálfsagt en er það ekki.“ Björn Ingi skrifaði um þessa uggvænlegu þróun, að hans mati, á Facebook-síðu sína og segist hafa fengið ótrúlega mikil viðbrögð. „Og greinilegt að hinn þögli meirihluti telur að snúa beri vörn í sókn.“Neskirkja, en þangað sækir Björn Ingi messur. Hann hvetur alla þá sem trúaðir eru að snúa vörn í sókn.Björn Ingi er kirkjurækinn enda mjög trúaður maður, hann fer með bænirnar með börnum sínum á hverjum degi. Og hann segist jafnframt hafa rætt þessa stöðu við kirkjunnar menn, bæði lærða og leika. En, má ekki hafa samúð með þröngri stöðu kirkjunnar manna, að mæta kröfunni um að kirkjan sé nútímaleg en haldi jafnframt í gömul og góð gildi?Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn „Jú eflaust en þetta er ekkert bundið við Ísland. Allar kannanir sýna gríðarlegan stuðning landsmanna við kirkjuna, til dæmis þegar stjórnlagaþing ræddi nýja stjórnarskrá og lagði til aðskilnað ríkis og kirkju og héldu að það yrði samþykkt var það þvert á móti fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Og Björn Ingi heldur áfram: „Mikill meirihluti landsmanna vill heimila heimsóknir skólabarna i kirkjur a aðventunni en samt hrekst kirkjan sífellt til baka í því eins og það sé eitthvað mjög óæskilegt fyrir börn að upplifa.“Björn Ingi telur brýnt að hinn þögli meirihluti rísi upp til varnar kirkjunni.Viltu þá meina að kirkjunnar menn hafi látið ríkjandi rétttrúnað reka sig út í horn?„Já, auðvitað.“Kirkjan nýtur meiri stuðnings en hún gerir sér grein fyrir Björn Ingi segir engan vera að tala fyrir einhverri bókstafstrú heldur að gömul gildi sem njóta almannahylli fíoi að eiga sinn sess i tilverunni. „Ég þekki fjölmarga sem ekki segjast trúaðir en segja svo að einstakir prestar kirkjunnar hafi reynst sér einstaklega vel a erfiðum stundum, til dæmis við fráfall ástvina, og gera sér þá betur grein fyrir samfélagslegu hlutverki kirkjunnar.“ Björn Ingi segir kirkjuna njóta miklu meiri stuðnings en kannski kirkjunnar menn átti sig á sjálfir, í hávaða þeirrar umræðu sem geisar til dæmis á netinu. Skortur á sjálfstrausti helsti vandinn „Já. Einmitt. Á ensku er talað um „the silent majority“ sem er seinþreyttur til vandræða en hefur samt sterkar skoðanir og vill ekki hrekjast endalaust að ástæðulausu.“En, sérðu ekkert annað fyrir þér til aðgerða annað en aukið sjálfstraust í tal kirkjunnar þjóna?„Jú. Ég hvet allt trúað fólk, hvort sem það biður bænir reglulega eða fer örsjaldan i kirkju og hefur sina trú fyrir sig, að fela það ekki heldur vera stolt af því og tala um það. Það eru miklu fleiri i þeim sporum en margir halda. Þetta vinnst ekki efst i einhverjum valdalögum heldur hjá fólkinu i landinu.“ Björn Ingi fæst þessa dagana við ritstörf. „Það sem ég hef fengist við frá unga aldri og mun gera um ókomna tíð.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Enn fækkar í Þjóðkirkjunni Alls voru 65,6 prósent landsmanna, sem búsettir eru hér á landi, skráðir í Þjóðkirkjuna um síðustu mánaðarmót. 16. október 2018 08:22 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður er uggandi vegna þröngrar stöðu kirkjunnar og hvetur kirkjunnar menn til þess að vera beinni í baki. „Ég skil ekki bara af hverju kirkjunnar fólk er alltaf nánast að biðjast afsökunar a tilveru sinni og i endalausri vörn. Það vantar allt sjálfstraust hjá þeim i umræðunni,“ segir Björn Ingi í samtali við Vísi.Meirihlutinn verður að fara að láta í sér heyraVísir greindi frá því fyrir fáeinum dögum að Íslendingum sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna fer mjög fækkandi. Alls voru 65,6 prósent landsmanna, sem búsettir eru hér á landi, skráðir í Þjóðkirkjuna um síðustu mánaðarmót, eða 233.062 manns. Skráðum hefur fækkað um 2.029, eða 0,9 prósent, frá 1. desember 2017. Þetta sýnist Birni Ingi hið versta mál. En, hvað vill hann að verði gert? „Að kirkjunnar menn fari að tala af meira sjálfstrausti og veki athygli á öllu því frábæra starfi sem þar er unnið og okkur finnst flestum svo sjálfsagt en er það ekki.“ Björn Ingi skrifaði um þessa uggvænlegu þróun, að hans mati, á Facebook-síðu sína og segist hafa fengið ótrúlega mikil viðbrögð. „Og greinilegt að hinn þögli meirihluti telur að snúa beri vörn í sókn.“Neskirkja, en þangað sækir Björn Ingi messur. Hann hvetur alla þá sem trúaðir eru að snúa vörn í sókn.Björn Ingi er kirkjurækinn enda mjög trúaður maður, hann fer með bænirnar með börnum sínum á hverjum degi. Og hann segist jafnframt hafa rætt þessa stöðu við kirkjunnar menn, bæði lærða og leika. En, má ekki hafa samúð með þröngri stöðu kirkjunnar manna, að mæta kröfunni um að kirkjan sé nútímaleg en haldi jafnframt í gömul og góð gildi?Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn „Jú eflaust en þetta er ekkert bundið við Ísland. Allar kannanir sýna gríðarlegan stuðning landsmanna við kirkjuna, til dæmis þegar stjórnlagaþing ræddi nýja stjórnarskrá og lagði til aðskilnað ríkis og kirkju og héldu að það yrði samþykkt var það þvert á móti fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Og Björn Ingi heldur áfram: „Mikill meirihluti landsmanna vill heimila heimsóknir skólabarna i kirkjur a aðventunni en samt hrekst kirkjan sífellt til baka í því eins og það sé eitthvað mjög óæskilegt fyrir börn að upplifa.“Björn Ingi telur brýnt að hinn þögli meirihluti rísi upp til varnar kirkjunni.Viltu þá meina að kirkjunnar menn hafi látið ríkjandi rétttrúnað reka sig út í horn?„Já, auðvitað.“Kirkjan nýtur meiri stuðnings en hún gerir sér grein fyrir Björn Ingi segir engan vera að tala fyrir einhverri bókstafstrú heldur að gömul gildi sem njóta almannahylli fíoi að eiga sinn sess i tilverunni. „Ég þekki fjölmarga sem ekki segjast trúaðir en segja svo að einstakir prestar kirkjunnar hafi reynst sér einstaklega vel a erfiðum stundum, til dæmis við fráfall ástvina, og gera sér þá betur grein fyrir samfélagslegu hlutverki kirkjunnar.“ Björn Ingi segir kirkjuna njóta miklu meiri stuðnings en kannski kirkjunnar menn átti sig á sjálfir, í hávaða þeirrar umræðu sem geisar til dæmis á netinu. Skortur á sjálfstrausti helsti vandinn „Já. Einmitt. Á ensku er talað um „the silent majority“ sem er seinþreyttur til vandræða en hefur samt sterkar skoðanir og vill ekki hrekjast endalaust að ástæðulausu.“En, sérðu ekkert annað fyrir þér til aðgerða annað en aukið sjálfstraust í tal kirkjunnar þjóna?„Jú. Ég hvet allt trúað fólk, hvort sem það biður bænir reglulega eða fer örsjaldan i kirkju og hefur sina trú fyrir sig, að fela það ekki heldur vera stolt af því og tala um það. Það eru miklu fleiri i þeim sporum en margir halda. Þetta vinnst ekki efst i einhverjum valdalögum heldur hjá fólkinu i landinu.“ Björn Ingi fæst þessa dagana við ritstörf. „Það sem ég hef fengist við frá unga aldri og mun gera um ókomna tíð.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Enn fækkar í Þjóðkirkjunni Alls voru 65,6 prósent landsmanna, sem búsettir eru hér á landi, skráðir í Þjóðkirkjuna um síðustu mánaðarmót. 16. október 2018 08:22 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Enn fækkar í Þjóðkirkjunni Alls voru 65,6 prósent landsmanna, sem búsettir eru hér á landi, skráðir í Þjóðkirkjuna um síðustu mánaðarmót. 16. október 2018 08:22