Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 17:52 Netverjum blöskar það sem þeim sýnist fullkomið þekkingarleysi dómara á internetinu. Hæstiréttur Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“ Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40