„Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 15:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að henni hugnist ekki heræfingar. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að heræfingar væru ekki eitthvað sem henni hugnast. Kom þetta fram í svari hennar við óundirbúinni fyrirspurn frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem spurði ráðherra út í heræfingu NATO, Trident Juncture, sem nú fer fram hér á landi. Þórhildur Sunna spurði Katrínu meðal annars út í það sem sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að sérstaklega yrði gætt að því að ekki yrði umhverfisrask vegna æfinganna. Spurði þingmaðurinn hvort að tryggt hafi verið tíu herskip sem muni leggjast hér að bryggju vegna æfingarinnar brenni ekki svartolíu og hvort gert hafi verið mat á umhverfisáhrifum af komu þessara skipa. Þá spurði Þórhildur einnig út í það hvort að forsætisráðherra fyndist það líklegt til þess að tryggja frið og öryggi Íslendinga að hýsa hér á landi hernaðaræfingu „sem líta mætti á sem beina ögrun við kjarnorkuveldið Rússland.“ Katrín svaraði því til að henni væri ekki kunnugt um að mat á umhverfisáhrifum heræfingarinnar hefði farið fram. Hins vegar væri það svo að það þyrfti að huga að svartolíumengun. Landgönguliðar undirbúa æfinguna umkomandi helgi.Vísir/ViilhelmSagði Katrín að Ísland hefði verið í fararbroddi í alþjóðasamstarfi varðandi það að hvetja til banns við notkun svartolíu á höfum úti. Það ætti við um herskip jafnt sem önnur skip. Varðandi svo þann hluta fyrirspurnarinnar sem sneri að friðsamlegum lausnum benti Katrín á að skipulagning heræfingarinnar hefði hafist áður en hún tók við sem forsætisráðherra. „Heræfingar eru ekki eitthvað sem mér hugnast, enda er háttvirtum þingmanni kunnugt um mína afstöðu og hreyfingar minnar til veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, en þetta er auðvitað hluti af starfsemi bandalagsins,“ sagði Katrín á þingi í dag en umræðuna í heild má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55 Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Stærðarinnar herskip við bryggju í Reykjavík Umfangsmiklar heræfingar Atlantshafsbandalagsins standa nú yfir á norðurslóðum. 18. október 2018 11:55
Bandarískir landgönguliðar æfðu í Keflavík Fjölmennt lið bandarískra landgönguliða tók þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli í dag. Stórar flutningaþyrlur voru notaðar til að flytja hermennina á svæðið. 17. október 2018 18:45