Hressir bílar og enn hressari forstjóri Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2018 12:45 Hreint magnað aksturstæki, Lamborghini Urus, og þau finnast vart betri. Hressari, viðkunnanlegri og alþýðlegri viðmælanda en Stefano Domenicali, forstjóra Lamborghini, er vart hægt að hitta, en Fréttablaðið fékk tækifæri til að ræða við forstjóra þessa ítalska sportbílaframleiðanda yfir ljúfum kvöldverði á Apótekinu í vikunni. Stefano er fullur eldmóðs eins og framleiðsluvara fyrirtækis hans og hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann var þó líklega í aðeins meiri klæðnaði hér en í heitu heimalandinu, nýkominn úr frábærum reynsluakstri á íslenskum vegum og ljómaði hreinlega af ánægju. Ítalir eru þekktir fyrir opið viðmót, að spara ekki orðin og nota allan líkamann í orðræðu sinni. Þar er Stefano engin undantekning og sá sem hlustar hrífst með. Hvernig getur maður svo sem verið forstjóri fyrirtækis sem framleiðir eins spennandi vöru og Lamborghini-sportbíla og sparað svo orðin og haft frá litlu að segja?Ekki á hverjum degi Það er ekki á hverjum degi sem forstjórar dáðra bílaframleiðenda koma til Íslands og hvað þá með nokkra bíla af nýjustu framleiðslu sinni. Það gerðist þó í vikunni þegar sjö Lamborghini Urus jeppar sáust hér á götunum ásamt fríðu föruneyti Lamborghini starfsmanna. Ástæða þess að bílarnir og forstjórinn voru hér á landi var kynning á þessum nýja jeppa Lamborghini fyrir bílablaðamönnum víðsvegar að úr heiminum, sem og vegna myndatöku á þessum kostagrip í ægifagurri náttúru landsins. Stefano hafði rétt náð að strjúka í gegnum hárið eftir reynsluaksturinn þegar hann var mættur í mat og viðtal. Hann mærði, eins og flestir aðrir, íslenska náttúru sem blasti við á leið hans að Jökulsárlóni, en það sem meira kom á óvart var hve hann hrósaði íslenskum vegum og sérstaklega hve lítil umferð var á þeim. „Það er bara eins og þið séuð einir í heiminum, svona er þetta sko ekki heima í Bologna.“Stefano Domenicali, forstjóri Lamborghini, fyrir framan tvo nýsmíðaða Urus-jeppa í verksmiðjunni í St. Agata á Ítalíu.Markaðurinn öskrar á lúxusjeppa Aðspurður hvort Lamborghini væri ekki að skaða sportbílaímynd sína með framleiðslu á jeppa sagði Stefano svo alls ekki vera. Markaðurinn hreinlega öskraði á lúxusjeppa og viðbrögðin við Urus væru á þann veg að það myndi taka meira en ár að framleiða bara upp í þær pantanir sem komnar eru í bílinn. Svo mikill markaður væri fyrir svona bíla í heiminum að það hefði meira að segja komið honum á óvart. Þó svo þessi bíll væri langt í frá ódýr og myndi kosta hér yfir 40 milljónir króna, væri nóg af kaupendum slíkra bíla og mörkuðunum færi sífellt fjölgandi. Hann nefndi sem dæmi Kína, Austurlönd fjær, Rússland, Bandaríkin og Ástralíu. Stefano bætti því þó við í mikilli kurteisi að fáir markaðir væru heppilegri fyrir slíkan bíl en Ísland, hér væri sko landslag fyrir slíkan bíl sem léti fátt stöðva sig. Þess vegna valdi hann Ísland fyrir þessa kynningu nú, það var í hans verkahring og einskis annars. Stefano hefur komið til Íslands áður og féll strax fyrir landinu og minntist þess svo vel þegar kom að því að velja heppilegasta staðinn. Það kom skýrt í ljós hve mikið hann dáir landið, náttúruna og vegina. „Við fórum í smá torfærur í dag á leið okkar og vá, hvað það var gaman, það var eins og þær væru sérsniðnar fyrir bílinn.“Öll hestöflin fengu smá hvíld í reynsluakstrinum.Urus tvöfaldar framleiðsluna Lamborghini er ekki stór bílaframleiðandi í samanburði við þá stærstu og framleiddi aðeins ríflega 3.800 bíla í fyrra og það aðeins af tveimur gerðum, Huracán og Aventador. Því er Urus þriðja bílgerðin í takmarkaðri flóru bíla þeirra en gæti samt skipt svo miklu máli. Stefnan er nefnilega sú að tvöfalda framleiðslu Lamborghini með þessum jeppa. Sala á honum hefst í ár og heildarsalan nær með því líklega um 5.700 bílum, en á næsta ári stefnir í 8.000 bíla sölu. Það er ekki skot út í loftið því nú þegar eru komnar pantanir í slíkan fjölda. Stefano bætti við að það væri alls ekki sýn þeirra Lamborghini-manna að fara í átt að massasölu bíla sinna. Það muni aðeins skaða Lamborghini og of mikið magn myndi einungis þynna út áhugann á gæðasmíði þeirra. Rétt er að hafa það í huga að fyrir aðeins fimm árum framleiddi Lamborghini aðeins um 2.000 bíla á ári. Í 55 ára sögu Lamborghini hefur fyrirtækið ekki mikið látið á sér bera á markaði og í fjölmiðlum en nú hafi verið tekin ný stefna. Fylgjendum á samfélagsmiðlum hefur til dæmis fjölgað sjöfalt á milli ára og flestir virðast nú þekkja til bíla Lamborghini, ekki síst nýja bílsins Urus.Lamborghini Urus bíll settur saman í verksmiðju Lamborghini á Ítalíu.Munu taka þátt í rafmagnsvæðingunni Þegar Stefano var spurður um það hvort Lamborghini, sem hingað til hefur ekki rafmagnsvætt bíla sína, yrði ekki ýtt í þá átt með reglugerðum kvað hann svo einmitt vera. Lamborghini muni bæði bjóða Urus, sem og Aventador og Huracán sem tengiltvinnbíla á næstunni og að því sé unnið nú. Hvernig má reyndar annað vera þar sem Lamborghini er undir hatti Volkswagen Group sem hefur einart tekið stefnuna í þá átt. Reyndar heyrir Lamborghini undir Audi sem heyrir líka til Volkswagen Group bílasamstæðunnar stóru. Stefano bætti því við að það hefði verið mikið gæfuspor þegar Lamborghini rann undir verndarvæng Audi árið 1998 og annars hefði fyrirtækið líklega orðið gjaldþrota, sem og Bugatti. Forstjórinn vildi meina að það væri mikill styrkur í því að vera partur af þessum stærsta bílaframleiðanda heims og samnýting og sameiginleg þróun á bílum allrar samstæðunnar væri grundvöllur fyrir góðum rekstri allra þeirra. Stefano bætti því við að þrýstingnum sem bílaiðnaðurinn er beittur af yfirvöldum, sérstaklega í Evrópulöndum, á að minnka svo gríðarhratt mengun bíla sinna væri hægt að líkja við nornaveiðar. Á meðan væri öðrum mengandi iðnaði og samgöngum ekki gert að gera neitt til að sporna við mengun. Nær hefði verið að allir bílaframleiðendur heims hefðu bundist samkomulagi um að mótmæla þessum gríðarlega þrýstingi og beita mótaðgerðum.Lamborghini Urus bílarnir tilbúnir fyrir utan Heklu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 300 milljónum lagt fyrir utan Borgina Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þeir gengu fram á lúxusbílastóð fyrir utan Hótel Borg. 10. október 2018 10:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent
Hressari, viðkunnanlegri og alþýðlegri viðmælanda en Stefano Domenicali, forstjóra Lamborghini, er vart hægt að hitta, en Fréttablaðið fékk tækifæri til að ræða við forstjóra þessa ítalska sportbílaframleiðanda yfir ljúfum kvöldverði á Apótekinu í vikunni. Stefano er fullur eldmóðs eins og framleiðsluvara fyrirtækis hans og hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann var þó líklega í aðeins meiri klæðnaði hér en í heitu heimalandinu, nýkominn úr frábærum reynsluakstri á íslenskum vegum og ljómaði hreinlega af ánægju. Ítalir eru þekktir fyrir opið viðmót, að spara ekki orðin og nota allan líkamann í orðræðu sinni. Þar er Stefano engin undantekning og sá sem hlustar hrífst með. Hvernig getur maður svo sem verið forstjóri fyrirtækis sem framleiðir eins spennandi vöru og Lamborghini-sportbíla og sparað svo orðin og haft frá litlu að segja?Ekki á hverjum degi Það er ekki á hverjum degi sem forstjórar dáðra bílaframleiðenda koma til Íslands og hvað þá með nokkra bíla af nýjustu framleiðslu sinni. Það gerðist þó í vikunni þegar sjö Lamborghini Urus jeppar sáust hér á götunum ásamt fríðu föruneyti Lamborghini starfsmanna. Ástæða þess að bílarnir og forstjórinn voru hér á landi var kynning á þessum nýja jeppa Lamborghini fyrir bílablaðamönnum víðsvegar að úr heiminum, sem og vegna myndatöku á þessum kostagrip í ægifagurri náttúru landsins. Stefano hafði rétt náð að strjúka í gegnum hárið eftir reynsluaksturinn þegar hann var mættur í mat og viðtal. Hann mærði, eins og flestir aðrir, íslenska náttúru sem blasti við á leið hans að Jökulsárlóni, en það sem meira kom á óvart var hve hann hrósaði íslenskum vegum og sérstaklega hve lítil umferð var á þeim. „Það er bara eins og þið séuð einir í heiminum, svona er þetta sko ekki heima í Bologna.“Stefano Domenicali, forstjóri Lamborghini, fyrir framan tvo nýsmíðaða Urus-jeppa í verksmiðjunni í St. Agata á Ítalíu.Markaðurinn öskrar á lúxusjeppa Aðspurður hvort Lamborghini væri ekki að skaða sportbílaímynd sína með framleiðslu á jeppa sagði Stefano svo alls ekki vera. Markaðurinn hreinlega öskraði á lúxusjeppa og viðbrögðin við Urus væru á þann veg að það myndi taka meira en ár að framleiða bara upp í þær pantanir sem komnar eru í bílinn. Svo mikill markaður væri fyrir svona bíla í heiminum að það hefði meira að segja komið honum á óvart. Þó svo þessi bíll væri langt í frá ódýr og myndi kosta hér yfir 40 milljónir króna, væri nóg af kaupendum slíkra bíla og mörkuðunum færi sífellt fjölgandi. Hann nefndi sem dæmi Kína, Austurlönd fjær, Rússland, Bandaríkin og Ástralíu. Stefano bætti því þó við í mikilli kurteisi að fáir markaðir væru heppilegri fyrir slíkan bíl en Ísland, hér væri sko landslag fyrir slíkan bíl sem léti fátt stöðva sig. Þess vegna valdi hann Ísland fyrir þessa kynningu nú, það var í hans verkahring og einskis annars. Stefano hefur komið til Íslands áður og féll strax fyrir landinu og minntist þess svo vel þegar kom að því að velja heppilegasta staðinn. Það kom skýrt í ljós hve mikið hann dáir landið, náttúruna og vegina. „Við fórum í smá torfærur í dag á leið okkar og vá, hvað það var gaman, það var eins og þær væru sérsniðnar fyrir bílinn.“Öll hestöflin fengu smá hvíld í reynsluakstrinum.Urus tvöfaldar framleiðsluna Lamborghini er ekki stór bílaframleiðandi í samanburði við þá stærstu og framleiddi aðeins ríflega 3.800 bíla í fyrra og það aðeins af tveimur gerðum, Huracán og Aventador. Því er Urus þriðja bílgerðin í takmarkaðri flóru bíla þeirra en gæti samt skipt svo miklu máli. Stefnan er nefnilega sú að tvöfalda framleiðslu Lamborghini með þessum jeppa. Sala á honum hefst í ár og heildarsalan nær með því líklega um 5.700 bílum, en á næsta ári stefnir í 8.000 bíla sölu. Það er ekki skot út í loftið því nú þegar eru komnar pantanir í slíkan fjölda. Stefano bætti við að það væri alls ekki sýn þeirra Lamborghini-manna að fara í átt að massasölu bíla sinna. Það muni aðeins skaða Lamborghini og of mikið magn myndi einungis þynna út áhugann á gæðasmíði þeirra. Rétt er að hafa það í huga að fyrir aðeins fimm árum framleiddi Lamborghini aðeins um 2.000 bíla á ári. Í 55 ára sögu Lamborghini hefur fyrirtækið ekki mikið látið á sér bera á markaði og í fjölmiðlum en nú hafi verið tekin ný stefna. Fylgjendum á samfélagsmiðlum hefur til dæmis fjölgað sjöfalt á milli ára og flestir virðast nú þekkja til bíla Lamborghini, ekki síst nýja bílsins Urus.Lamborghini Urus bíll settur saman í verksmiðju Lamborghini á Ítalíu.Munu taka þátt í rafmagnsvæðingunni Þegar Stefano var spurður um það hvort Lamborghini, sem hingað til hefur ekki rafmagnsvætt bíla sína, yrði ekki ýtt í þá átt með reglugerðum kvað hann svo einmitt vera. Lamborghini muni bæði bjóða Urus, sem og Aventador og Huracán sem tengiltvinnbíla á næstunni og að því sé unnið nú. Hvernig má reyndar annað vera þar sem Lamborghini er undir hatti Volkswagen Group sem hefur einart tekið stefnuna í þá átt. Reyndar heyrir Lamborghini undir Audi sem heyrir líka til Volkswagen Group bílasamstæðunnar stóru. Stefano bætti því við að það hefði verið mikið gæfuspor þegar Lamborghini rann undir verndarvæng Audi árið 1998 og annars hefði fyrirtækið líklega orðið gjaldþrota, sem og Bugatti. Forstjórinn vildi meina að það væri mikill styrkur í því að vera partur af þessum stærsta bílaframleiðanda heims og samnýting og sameiginleg þróun á bílum allrar samstæðunnar væri grundvöllur fyrir góðum rekstri allra þeirra. Stefano bætti því við að þrýstingnum sem bílaiðnaðurinn er beittur af yfirvöldum, sérstaklega í Evrópulöndum, á að minnka svo gríðarhratt mengun bíla sinna væri hægt að líkja við nornaveiðar. Á meðan væri öðrum mengandi iðnaði og samgöngum ekki gert að gera neitt til að sporna við mengun. Nær hefði verið að allir bílaframleiðendur heims hefðu bundist samkomulagi um að mótmæla þessum gríðarlega þrýstingi og beita mótaðgerðum.Lamborghini Urus bílarnir tilbúnir fyrir utan Heklu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 300 milljónum lagt fyrir utan Borgina Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þeir gengu fram á lúxusbílastóð fyrir utan Hótel Borg. 10. október 2018 10:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent
300 milljónum lagt fyrir utan Borgina Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar þeir gengu fram á lúxusbílastóð fyrir utan Hótel Borg. 10. október 2018 10:05