Hinsti pistill Khashoggi birtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 08:27 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur. Vísir/AP Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00