Ágústa Eva stefnir Löðri vegna hurðarinnar sem kramdi hana næstum til bana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 07:37 Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni saksóknara. Mynd/Ágúst Eva Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stefnt bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2015. Klemmdist Ágústa Eva á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Var hún hætt kominn en það var henni til happs að saksóknarinn Björn Þorvaldsson var í næsta nágrenni og kom henni til bjargar.Greint er frá stefnunni á vef Fréttablaðsins þar sem segir að munnlegur málflutningur vegna málsins fari fram í dag.Vísir greindi frá slysinu á sínum tíma.„Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ sagði Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var hún stödd farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist og ákvað hún því að setjast við stýrið og bakka bílnum undan hurðinni.„En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva.Ágústa Eva fór með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi á þeim tíma sem slysið átti sér stað.Mynd/Borgaleikhúsið.Magavöðvarnir og saksóknarinn björguðu lífi hennar Sá maður var Björn Þorvaldsson sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. Reyndi hann að ýta hurðinni upp án árangurs og það var ekki furr en hann náði að bakka bílnum undan hurðinni að Ágústa Eva losnaði undan henni. Þegar Vísir náði tali af Ágústu Evu eftir slysið árið 2015 hafði hún verið í skoðunum hjá læknum sem tjáðu henni að hún hefði auðveldlega geta dáið. Magavöðvar hennar hefðu hlíft ósæðinni sem liggur yfir kviðnum sem og innyflunum. Þá hafi hún orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Ágústa Eva forsvarsmenn Löðurs sem hún segir hafa lofað bót og betrun en síðar reynt að leysa málið með því að bjóða henni ókeypis þvott á þvottastöðum fyrirtækisins. Það hafi hún hins vegar ekki tekið í mál. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Þá segir hún einnig að afleiðingar slyssins hafi verið miklar fyrir hana þar sem hún geti ekki lengur tekið þátt í leik- eða söngsýningum sem krefjist líkamlegs álags. Dómsmál Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur stefnt bílaþvottastöðinni Löðri vegna atviks sem átti sér stað sumarið 2015. Klemmdist Ágústa Eva á milli hurðar á þvottastöð Löðurs og húddsins á bíl hennar. Var hún hætt kominn en það var henni til happs að saksóknarinn Björn Þorvaldsson var í næsta nágrenni og kom henni til bjargar.Greint er frá stefnunni á vef Fréttablaðsins þar sem segir að munnlegur málflutningur vegna málsins fari fram í dag.Vísir greindi frá slysinu á sínum tíma.„Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ sagði Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var hún stödd farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist og ákvað hún því að setjast við stýrið og bakka bílnum undan hurðinni.„En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva.Ágústa Eva fór með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi á þeim tíma sem slysið átti sér stað.Mynd/Borgaleikhúsið.Magavöðvarnir og saksóknarinn björguðu lífi hennar Sá maður var Björn Þorvaldsson sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. Reyndi hann að ýta hurðinni upp án árangurs og það var ekki furr en hann náði að bakka bílnum undan hurðinni að Ágústa Eva losnaði undan henni. Þegar Vísir náði tali af Ágústu Evu eftir slysið árið 2015 hafði hún verið í skoðunum hjá læknum sem tjáðu henni að hún hefði auðveldlega geta dáið. Magavöðvar hennar hefðu hlíft ósæðinni sem liggur yfir kviðnum sem og innyflunum. Þá hafi hún orðið fyrir miklu andlegu áfalli. Í samtali við Fréttablaðið gagnrýnir Ágústa Eva forsvarsmenn Löðurs sem hún segir hafa lofað bót og betrun en síðar reynt að leysa málið með því að bjóða henni ókeypis þvott á þvottastöðum fyrirtækisins. Það hafi hún hins vegar ekki tekið í mál. „Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ókeypis þvott,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Þá segir hún einnig að afleiðingar slyssins hafi verið miklar fyrir hana þar sem hún geti ekki lengur tekið þátt í leik- eða söngsýningum sem krefjist líkamlegs álags.
Dómsmál Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14
Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Markaðsstjórinn þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. 25. ágúst 2015 19:47