Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2018 08:00 Ekkert hefur enn fengist staðfest um afdrif Khashoggi en talið er að hann hafi verið myrtur Vísir/Getty Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47