Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2018 15:30 Elvar Orri Hreinsson er höfundur nýrrar skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn. Það hefur aldrei verið erfiðara að kaupa sér sína fyrstu eign miðað við laun en í dag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn sem kom út í dag. Elvar Orri Hreinsson, skýrsluhöfundur og sérfræðingur hjá samskiptum og greiningu hjá bankanum, segir skýrsluna leiða í ljós að rót vandans á húsnæðismarkaði sé lítið framboð á íbúðum undanfarin ár og þá skortir sérstaklega smærri eignir. Þær hafa líka hækkað mest í verði undanfarna tvo áratugi og er raunverð smærri íbúða í sögulegu hámarki nú. Elvar Orri segir að þeirri miklu eftirspurn sem hefur verið eftir smærri íbúðum hafi ekki verið svarað með byggingu nýrra íbúða. „Ef við horfum á hvernig eignir hafa verið byggðar á undanförnum áratugum þá hefur framboðshliðin verið að byggja hlutfallslega meira af íbúðum sem eru stærri og þá erum við að horfa á íbúðir sem eru 110 fermetrar plús. Á sama tíma þá hefur lýðfræðileg þróun öll verið á þann veg að auka eftirspurn eftir smærri íbúðum. Það hefur verið að gerast í áraraðir og hefur því mátt liggja ljóst fyrir í lengri tíma. Þarna tala framboðs- og eftirspurnarhliðin ekki nógu vel saman. Við bendum á að þetta gæti verið vegna skorts á heildrænni stefnumótun á íbúðamarkaði því augljóslega viltu byggja íbúðir sem þörf er fyrir,“ segir Elvar Orri og bendir á að þjóðin sé að eldast.Eftirspurn eftir smærri íbúðum getur bæði verið hjá eldra fólki sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.vísir/vilhelmUngt fólk með minni kaupgetu en þeir eldri Þannig sé eldra fólk líklegra til að minnka við sig þegar það fer á ellilífeyri þar sem það hafi þá mögulega minna á milli handanna. Eftirspurn eftir smærri íbúðum geti því verið hjá þeim hópi sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði en sá hópur er jafnframt stærsti aldurshópur þjóðarinnar. „Þessi hópur býr yfir minni kaupgetu og fjölskyldustærð er líka iðulega minni en hjá eldri hópum samfélagsins. Eigið fé og aldur hangir að talsverðu leyti saman, eftir því sem þú ert eldri ertu líklegri til að eiga meira eigið fé, en þessi ungi hópur er stærsti hópur þjóðarinnar og hann er líklegri til að kaupa sér smærri eign heldur en stærri.“Gögnin benda til þess að launahækkanir séu töluvert lægri hjá ungu fólki Spurður út í samspil íbúðaverðs og launa fyrir fyrstu kaupendur í ljósi þess að kaupmáttur launa hefur hækkað minnst hjá yngsta hópnum segir Elvar Orri það vissulega vera til staðar. „Ef fasteignaverð er alltaf að hækka og launin þín halda ekki í við þær hækkanir þá verður auðvitað erfiðara fyrir þig að spara fyrir útborgun,“ segir Elvar Orri og bætir við: „Ef þú skoðar íbúðaverðsþróun miðað við laun hjá ákveðnum aldurshópum og við tökum ákveðið dæmi með aldurshópinn 25 til 29 ára þá benda gögnin til þess að þarna séu launahækkanir töluvert lægri en hjá eldri hópum. Við vitum að launahækkanir almennt hafa verið háar en hjá þessum aldurshópi eru þær undir meðaltalinu á meðan hann er að horfa á eignir sem hafa hækkað hvað mest.“ Höggið fyrir unga fólkið sé því tvöfalt ef svo má segja þar sem kaupmáttur þeirra hefur hækkað hlutfallslega minna en íbúðirnar sem hópurinn vill kaupa hafa hækkað hlutfallslega mest.Alltaf bara væl í unga fólkinu. Senda þau í sveit og á sjóinn. "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði langmest í aldurshópnum 75 ára og eldri árið 2017, eða um 14%, en um 7% eða minna í öðrum aldurshópum."https://t.co/QrGhLRbw4Xpic.twitter.com/ia4gbeIevf — Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) August 24, 2018Skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Það hefur aldrei verið erfiðara að kaupa sér sína fyrstu eign miðað við laun en í dag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn sem kom út í dag. Elvar Orri Hreinsson, skýrsluhöfundur og sérfræðingur hjá samskiptum og greiningu hjá bankanum, segir skýrsluna leiða í ljós að rót vandans á húsnæðismarkaði sé lítið framboð á íbúðum undanfarin ár og þá skortir sérstaklega smærri eignir. Þær hafa líka hækkað mest í verði undanfarna tvo áratugi og er raunverð smærri íbúða í sögulegu hámarki nú. Elvar Orri segir að þeirri miklu eftirspurn sem hefur verið eftir smærri íbúðum hafi ekki verið svarað með byggingu nýrra íbúða. „Ef við horfum á hvernig eignir hafa verið byggðar á undanförnum áratugum þá hefur framboðshliðin verið að byggja hlutfallslega meira af íbúðum sem eru stærri og þá erum við að horfa á íbúðir sem eru 110 fermetrar plús. Á sama tíma þá hefur lýðfræðileg þróun öll verið á þann veg að auka eftirspurn eftir smærri íbúðum. Það hefur verið að gerast í áraraðir og hefur því mátt liggja ljóst fyrir í lengri tíma. Þarna tala framboðs- og eftirspurnarhliðin ekki nógu vel saman. Við bendum á að þetta gæti verið vegna skorts á heildrænni stefnumótun á íbúðamarkaði því augljóslega viltu byggja íbúðir sem þörf er fyrir,“ segir Elvar Orri og bendir á að þjóðin sé að eldast.Eftirspurn eftir smærri íbúðum getur bæði verið hjá eldra fólki sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.vísir/vilhelmUngt fólk með minni kaupgetu en þeir eldri Þannig sé eldra fólk líklegra til að minnka við sig þegar það fer á ellilífeyri þar sem það hafi þá mögulega minna á milli handanna. Eftirspurn eftir smærri íbúðum geti því verið hjá þeim hópi sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði en sá hópur er jafnframt stærsti aldurshópur þjóðarinnar. „Þessi hópur býr yfir minni kaupgetu og fjölskyldustærð er líka iðulega minni en hjá eldri hópum samfélagsins. Eigið fé og aldur hangir að talsverðu leyti saman, eftir því sem þú ert eldri ertu líklegri til að eiga meira eigið fé, en þessi ungi hópur er stærsti hópur þjóðarinnar og hann er líklegri til að kaupa sér smærri eign heldur en stærri.“Gögnin benda til þess að launahækkanir séu töluvert lægri hjá ungu fólki Spurður út í samspil íbúðaverðs og launa fyrir fyrstu kaupendur í ljósi þess að kaupmáttur launa hefur hækkað minnst hjá yngsta hópnum segir Elvar Orri það vissulega vera til staðar. „Ef fasteignaverð er alltaf að hækka og launin þín halda ekki í við þær hækkanir þá verður auðvitað erfiðara fyrir þig að spara fyrir útborgun,“ segir Elvar Orri og bætir við: „Ef þú skoðar íbúðaverðsþróun miðað við laun hjá ákveðnum aldurshópum og við tökum ákveðið dæmi með aldurshópinn 25 til 29 ára þá benda gögnin til þess að þarna séu launahækkanir töluvert lægri en hjá eldri hópum. Við vitum að launahækkanir almennt hafa verið háar en hjá þessum aldurshópi eru þær undir meðaltalinu á meðan hann er að horfa á eignir sem hafa hækkað hvað mest.“ Höggið fyrir unga fólkið sé því tvöfalt ef svo má segja þar sem kaupmáttur þeirra hefur hækkað hlutfallslega minna en íbúðirnar sem hópurinn vill kaupa hafa hækkað hlutfallslega mest.Alltaf bara væl í unga fólkinu. Senda þau í sveit og á sjóinn. "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði langmest í aldurshópnum 75 ára og eldri árið 2017, eða um 14%, en um 7% eða minna í öðrum aldurshópum."https://t.co/QrGhLRbw4Xpic.twitter.com/ia4gbeIevf — Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) August 24, 2018Skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09
Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01
Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00