Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 19:45 Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Vísir/ÞÞ Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal. Húsnæðismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal.
Húsnæðismál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira