Kannabis löglegt í Kanada á morgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2018 09:00 Starfsmaðir hlúir að plöntum ræktandans Delta 9 í Kanada.. Þær má selja frá og með morgundeginum. Getty/Trevor Hagan Á morgun verður Kanada annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisneyslu í afþreyingarskyni um allt land, að öllu leyti. Fetar Norður-Ameríkuríkið þannig í fótspor Úrúgvæ þar sem neysla kannabisefna í lækninga- og afþreyingarskyni sem og ræktun kannabiss til einkanota hefur verið lögleg frá árinu 2013. Kannabis er nú þegar löglegt í lækningaskyni í Kanada en neysla, kaup og sala í afþreyingarskyni og ræktun verður lögleg á morgun. „Þetta verður merkilegur dagur í sögu Kanada. Við munum horfa aftur til hans með stolti,“ hafði The New York Times eftir Hilary Black, einum helsta talsmanni Kanadamanna fyrir lögleiðingu kannabisefna og starfsmanni kanadíska fyrirtækisins Canopy Growth Corporation.Mynd/FréttablaðiðKannabislögin svokölluðu voru samþykkt í öldungadeild kanadíska þingsins þann 20. júní síðastliðinn með 52 atkvæðum gegn 29. Frumvarpið fór reyndar oft í gegnum þingið enda tók það reglulega breytingum. „Of lengi hefur verið of auðvelt fyrir börnin okkar að nálgast kannabis og fyrir glæpamenn að hagnast á braski með það. Í dag höfum við breytt því. Áform okkar um að lögleiða og regluvæða verslun með kannabis komst rétt í þessu í gegnum öldungadeildina. #staðiðviðloforð,“ tísti forsætisráðherrann Justin Trudeau í júní en lögleiðing var eitt kosningaloforða hans. The New York Times er einn þeirra miðla sem hafa fjallað ítarlega um kanadísku kannabislögin undanfarna daga. Í umfjöllun um helgina kom fram að þótt kannabis væri ekki enn orðið löglegt hefðu 42,5 prósent Kanadamanna prófað að neyta kannabisefna. Þar af 16 prósent undanfarna þrjá mánuði. Sami miðill ræddi við Geraint Osborne, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Alberta, sem hefur rannsakað kannabisneyslu í þrettán ár. „Ég býst ekki við því að við munum horfa upp á stóraukna kannabisneyslu vegna löggjafarinnar nema ef til vill á fyrstu dögunum eða vikunum þar sem þetta er nýtt fyrir mörgum,“ sagði Osborne. En þótt kannabis verði löglegt í Kanada á morgun, og nærri aldargömul bannstefna líði undir lok, munu þó umfangsmiklar reglur gilda um sölu, vörslu og neyslu, að því er CBC greinir frá. Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar mun hið opinbera sjá um sölu, annars staðar einkaaðilar. Til að mynda er eingöngu búið að koma upp einni opinberri verslun í Bresku-Kólumbíu og sala í Nunavut mun fara fram í gegnum síma. Mismunandi er eftir fylkjum hvort kaupendur þurfi að vera orðnir átján eða nítján ára. Hvergi nema í Quebec má svo eiga meira en 30 grömm en þar má eiga 150 grömm. Hins vegar má eiga ótakmarkað magn í New Brunswick, en einungis 30 grömm mega fara út úr húsi í senn. Takmarkanir eru sömuleiðis settar við neyslustaði. Andrew Hathaway, prófessor í félagsfræði við Guelph-háskóla, sagði við The New York Times að hinar nýju reglugerðir væru innleiddar sérstaklega til að draga úr kannabisneyslu, ekki hvetja til hennar. „Sumir tala um þessar reglur sem aðra útgáfu bannstefnunnar. Þessar reglugerðir hafa í för með sér aukið eftirlit.“ Búast má við því að ýmsir muni hagnast á lögleiðingu kannabisefna í Kanada. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna ræktendur en samkvæmt umfjöllun BBC í gær er einnig búist við því að lögfræðingar, ferðaþjónustuaðilar, matvælaiðnaðurinn og jafnvel fasteignasalar sjái gróðatækifæri í nýju löggjöfinni. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kanada Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Á morgun verður Kanada annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisneyslu í afþreyingarskyni um allt land, að öllu leyti. Fetar Norður-Ameríkuríkið þannig í fótspor Úrúgvæ þar sem neysla kannabisefna í lækninga- og afþreyingarskyni sem og ræktun kannabiss til einkanota hefur verið lögleg frá árinu 2013. Kannabis er nú þegar löglegt í lækningaskyni í Kanada en neysla, kaup og sala í afþreyingarskyni og ræktun verður lögleg á morgun. „Þetta verður merkilegur dagur í sögu Kanada. Við munum horfa aftur til hans með stolti,“ hafði The New York Times eftir Hilary Black, einum helsta talsmanni Kanadamanna fyrir lögleiðingu kannabisefna og starfsmanni kanadíska fyrirtækisins Canopy Growth Corporation.Mynd/FréttablaðiðKannabislögin svokölluðu voru samþykkt í öldungadeild kanadíska þingsins þann 20. júní síðastliðinn með 52 atkvæðum gegn 29. Frumvarpið fór reyndar oft í gegnum þingið enda tók það reglulega breytingum. „Of lengi hefur verið of auðvelt fyrir börnin okkar að nálgast kannabis og fyrir glæpamenn að hagnast á braski með það. Í dag höfum við breytt því. Áform okkar um að lögleiða og regluvæða verslun með kannabis komst rétt í þessu í gegnum öldungadeildina. #staðiðviðloforð,“ tísti forsætisráðherrann Justin Trudeau í júní en lögleiðing var eitt kosningaloforða hans. The New York Times er einn þeirra miðla sem hafa fjallað ítarlega um kanadísku kannabislögin undanfarna daga. Í umfjöllun um helgina kom fram að þótt kannabis væri ekki enn orðið löglegt hefðu 42,5 prósent Kanadamanna prófað að neyta kannabisefna. Þar af 16 prósent undanfarna þrjá mánuði. Sami miðill ræddi við Geraint Osborne, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Alberta, sem hefur rannsakað kannabisneyslu í þrettán ár. „Ég býst ekki við því að við munum horfa upp á stóraukna kannabisneyslu vegna löggjafarinnar nema ef til vill á fyrstu dögunum eða vikunum þar sem þetta er nýtt fyrir mörgum,“ sagði Osborne. En þótt kannabis verði löglegt í Kanada á morgun, og nærri aldargömul bannstefna líði undir lok, munu þó umfangsmiklar reglur gilda um sölu, vörslu og neyslu, að því er CBC greinir frá. Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar mun hið opinbera sjá um sölu, annars staðar einkaaðilar. Til að mynda er eingöngu búið að koma upp einni opinberri verslun í Bresku-Kólumbíu og sala í Nunavut mun fara fram í gegnum síma. Mismunandi er eftir fylkjum hvort kaupendur þurfi að vera orðnir átján eða nítján ára. Hvergi nema í Quebec má svo eiga meira en 30 grömm en þar má eiga 150 grömm. Hins vegar má eiga ótakmarkað magn í New Brunswick, en einungis 30 grömm mega fara út úr húsi í senn. Takmarkanir eru sömuleiðis settar við neyslustaði. Andrew Hathaway, prófessor í félagsfræði við Guelph-háskóla, sagði við The New York Times að hinar nýju reglugerðir væru innleiddar sérstaklega til að draga úr kannabisneyslu, ekki hvetja til hennar. „Sumir tala um þessar reglur sem aðra útgáfu bannstefnunnar. Þessar reglugerðir hafa í för með sér aukið eftirlit.“ Búast má við því að ýmsir muni hagnast á lögleiðingu kannabisefna í Kanada. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna ræktendur en samkvæmt umfjöllun BBC í gær er einnig búist við því að lögfræðingar, ferðaþjónustuaðilar, matvælaiðnaðurinn og jafnvel fasteignasalar sjái gróðatækifæri í nýju löggjöfinni. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kanada Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00
Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21