Xhaka: Verðum að vinna Belgana Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2018 22:16 Granit Xhaka og Alfreð Finnbogason eigast við á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/EPA Fyrirliði Sviss, Granit Xhaka, var ánægður með dagsverk sinna manna þegar Sviss bar sigurorð af Íslandi fyrr í kvöld. „Við getum verið mjög ánægðir með sigurinn í kvöld. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en betri í seinni hálfleik þó að seinustu tíu mínúturnar hafi verið taugatrekkjandi. Við hefðum getað verið rólegri í stöðunni 2-1 en við lærum af reynslunni í þessum leik en úrslitin eru það mikilvægasta í kvöld," sagði Xhaka þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Xhaka var ekki á því að það hafi verið erfitt að undirbúa sig andlega fyrir leikinn eftir að Sviss hafi unnið fyrri leik liðanna 6-0 enda vissu þeir að hverju þeir gengu þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn. „Það var ekki erfitt að undirbúa sig undir þennan leik þrátt fyrir fyrri úrslit. Við höfðum það í huga að það er erfitt að spila í Reykjavík enda spiluðum við hérna fyrir sex árum síðan. Við vitum að Ísland er gott lið sem er þétt varnarlega og svo spiluðu þeir mjög vel í dag þannig að við erum mjög ánægðir með að hafa náð öllum stigunum héðan“. „Við verðum vinna leikinn við Belgana en það er úrslitaleikur fyrir okkur en bæði lið eru undir mikilli pressu á að vinna þann leik. Ég vona það allavega að við getum unnið þá í nóvember“, sagði Xhaka að lokum um framhaldið í riðlinum. Bæði Belgía og Sviss eru núna með tvo sigurleiki en Belgarnir unnu leik þjóðanna fyrir helgi og eru því í vænlegri stöðu fyrir leik liðanna í nóvember. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum. 15. október 2018 21:41 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Fyrirliði Sviss, Granit Xhaka, var ánægður með dagsverk sinna manna þegar Sviss bar sigurorð af Íslandi fyrr í kvöld. „Við getum verið mjög ánægðir með sigurinn í kvöld. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en betri í seinni hálfleik þó að seinustu tíu mínúturnar hafi verið taugatrekkjandi. Við hefðum getað verið rólegri í stöðunni 2-1 en við lærum af reynslunni í þessum leik en úrslitin eru það mikilvægasta í kvöld," sagði Xhaka þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Xhaka var ekki á því að það hafi verið erfitt að undirbúa sig andlega fyrir leikinn eftir að Sviss hafi unnið fyrri leik liðanna 6-0 enda vissu þeir að hverju þeir gengu þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn. „Það var ekki erfitt að undirbúa sig undir þennan leik þrátt fyrir fyrri úrslit. Við höfðum það í huga að það er erfitt að spila í Reykjavík enda spiluðum við hérna fyrir sex árum síðan. Við vitum að Ísland er gott lið sem er þétt varnarlega og svo spiluðu þeir mjög vel í dag þannig að við erum mjög ánægðir með að hafa náð öllum stigunum héðan“. „Við verðum vinna leikinn við Belgana en það er úrslitaleikur fyrir okkur en bæði lið eru undir mikilli pressu á að vinna þann leik. Ég vona það allavega að við getum unnið þá í nóvember“, sagði Xhaka að lokum um framhaldið í riðlinum. Bæði Belgía og Sviss eru núna með tvo sigurleiki en Belgarnir unnu leik þjóðanna fyrir helgi og eru því í vænlegri stöðu fyrir leik liðanna í nóvember.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum. 15. október 2018 21:41 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum. 15. október 2018 21:41