Mikil framför í viðhorfi eftir stórslysabyrjun Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 15. október 2018 21:36 Strákarnir okkar þökkuðu stuðningsmönnum fyrir í leikslok. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn