Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 20:00 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13
Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52