Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2018 22:30 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira